Undanfarna daga hafa borist fréttir í fjölmiðlum um hælisleitendur sem eru að mótmæla meðferð ríkisvalds gagnvart þeim. Á sama tíma hefur kommenta kerfið á samfélagsmiðlum farið af staða með viðbjóðslegan orðaforða í garð þessa fólks. Oft á tíðum með mjög röngum upplýsingum og í þokkabót að dreifa ósannindum um málaflokk sem þeir greinilega þekkja ekki neitt. Á undaförnum dögum hef ég lent í því að svara og rökræða ítrekað um málefni hælisleitanda. Ég hef kynnt mér mál þeirra vel og tel mig það vel upplýsta að ég læt ekki segja mér hvað á mér að finnast. Ekki nóg með það heldur ég get sett mig í spor þeirra einnig. En til að geta sett mér í spor þeirra er eina sem ég þarft að gera er að vera mannleg. Ég hef reyndar lífsreynslu af stríði og flótta en varð síðan heppin að fá þau forréttindi að koma hér til Íslands að vinna. Forréttindapési eins og ég er í dag kom ekki sem flóttamaður eða hælisleitandi (liggur við að ég tek fram „sem betur fer“) heldur hef ég unnið fyrir því sjálf.
Oft á tíðum er ég sett út fyrir sviga þegar ég ræði um mál innflytjenda, hælisleitenda eða flóttafólks við Íslendinga og oft með þeirri setningu: „Æi, þú ert svo mikil Íslendingur við hugsum ekki um þig sem útlending.“ Sem er svo sem gott og gilt en staðreyndir er sú að ég gat auðveldlega verið hælisleitandi eins og þessi hælisleitendur eru í dag. Ástæðan er einföld, ef pabbi minn hefði á sinum tíma getað flúið land og komið til Íslands t.d. til að sækja um hæli þá hefði hann gert það. Þá hefði fólk sennilega tala um mig núna alveg eins og er talað um hælisleitendur í dag. Hins vegar var rauninönnur. Við gátum ekki flúið, við vorum föst í stríði og á flótta í fjögur ár. Kannski er þetta lærdómurinn sem ég þurfti læra eða örlög mín voru skrifuð þannig. Klárlega er það þannig að fyrir vikið kann ég meta margt og lærði það að ekkert í þessu lífi er sjálfsagður hlutur.
En vitið þið af hverju hefði pabbi flúið og við öll ef við hefðum getað gert það? Ég skal gefa ykkur smá inn sýn í mitt líf á þeim tíma frá árinu 1991-1995. Ég og fjölskylda mín bjuggum í fjögur ár í stríðsástandi þar sem fyrst og fremst var ekki vatn, rafmagn né hiti. Oft á tíðum ekki nauðsynlegar vörur eins og matur til að borða. Ég vissi ekki lengur hvernig klósettpappír leit út því á þessum tíma var það munaðarvara eins og margar aðrar vörur. Í öðru lagi hermenn voru að labba á milli húsa að drepa fólk og nauðga konum og börnum. Maður vissi aldrei hver er næstur. Í þriðja lagi bæði karlmenn og konur voru tekin í fangelsi eða þrælabúðir, pyntaðir, lamin og neydd til að vinna. Pabbi minn svaf oft undir berum himni í kartöflugarði eða maísgarði. Fólkið var rekið úr sinum eigin húsum og börn gengu ekki skóla vegna sprengja sem reglulega voru koma frá óvininum sem sat upp á fjalli í tíma og ótíma að miða á ung börn eða unglinga. Yfirleit var alltaf neyðarástand þar sem við þurftum sitja í ísköldu, steyptu herbergi sem var myrkur.
Ég hef ekki borðað kjöt í fjögur ár einfaldlega vegna þess að það var ekki í boði. Ég átti ekki skó né almennileg föt til klæðast nema þegar Rauði krossinn var að úthluta fötum. Líka þá fundust ekki nægilega stór skó á mig þannig ég varð að labba skólaus, í rifnum skó eða í allt of þröngum skóm sem olli því að ég var oft með blæðandi sár á löppunum. Ég sat í myrkri dögum saman bæði vegna sprengja og rafmagnsleysi og í ísköldu herbergi og var þakklát ef ég fékk soðin grjón í matinn. Óttaslegin um líf mitt og líf fjölskyldu minnar því ég vissi aldrei hvort við myndum lifa af eða ekki. Þetta er brotabrot af því sem ég nefni hér. Oft á tíðum hef ég hugsað mér hvort ég á opna mig um þessa atburði og gera meira af því að fræða fólk um hversu erfitt getur lífið verið erfitt fyrir flóttafólk, innflytjendur eða hælisleitendur. Sérstaklega í ljós þess ef þau þurftu upplífa stríð og flótta. Oft einnig pælt í því hvort það sé komin tími til að gefa bók um mína lífsreynslu og atburði sem gerðu mig að manneskju sem ég er í dag. Hef aldrei lagt í það vegna þessí hvert skipti sem ég fer að rifja upp fortíðina koma tár, því þetta er ennþá sár lífsreynsla.
Áður en stríðið kom þá átti ég flotta barnæsku. Foreldrar mínir voru vel stæðir í samfélaginu. Við vorum ekki fátæk heldur frekar vel efnað fólk. Mamma mín skósmiður og vann í fyrirtækinu að sauma skó. Pabbi með háskólamenntun og vann sem vélfræðingur. Við vorum að ferðast mikið um allt land í útilegum og reglulega fórum við á sólarströnd. Áttum bíl, glænýja íbúð sem var talið mjög gott á sínum tíma úti. Við áttum vini og fjölskyldu og vorum hamingjusöm. Það liggur við að á einu degi var þetta allt tekið af okkur. Mamma og pabbi misstu vinnuna og síðan vorum við neydd að fara úr okkar eigin íbúð. Fluttum í eitt lítið herbergi hjá ömmu. Seinna meir vorum við fylgd í rútu þar sem okkur var sagt: „Nú megið þið ekki lengur búa hér og þið þurfið drulla ykkur í burtu úr okkar landi.“ Auðvitað vildum við frekar fara heldur vera drepin. Ekkert var annað var í stöðunni en að hlýða. Við vorum þau „heppnu” því við vorum keyrð á annað svæði sem bosníski herinn var með en ekki keyrð til vera drepin eins og örlög marga voru á þeim tíma. Þið getið örugglega fræðst helling um stríð í Bosníu og hvað gekk þar á til að setja hlutina í samhengi.
Þegar þar var komið þá kom líka nýi raunveruleiki, allt í einu vorum við flóttamenn í okkar eigin landi þar sem allt sem við þekktum og áttum var farið. Ný heimur og ný umhverfi án peninga, án húsnæðis án matar, undir berum himni. En við vorum þakklát, þakklát að við vorum á lífi. Stóðum úti og fólkið í kring sem átti heima í þeirri borg horfðu á okkur. Íbúar á þessu svæði voru ekki hrifin af flóttamönnum innan landamæra sama lands. Við vorum skilgreind sem afætur (svipað og gert er hér við hælisleitendur). Fordómar og hræðsla að við myndum taka eitthvað frá þeim var mikil. Við vorum annars flokks fólk og oft ekki fólk heldur dýr. Við vorum glæpamenn og allt það fram eftir götunum. Hins vegar er alltaf til gott fólk alveg saman hvar við komum. Eldri kona sem fylgdist með okkur frá svölum tók á móti okkur og leyfði okkur að sofa í stofunni hjá sér í nokkra daga. Síðan tóku við flóttamannabúðir í íþróttasal þar sem mörg hundruð manns bjuggu – ekkert vatn né rafmagn. Þið getið bara getið hvernig það var.
Þetta var erfiður tími. Það er ekki annað hægt að segja. Ég var rænd minni barnæsku í raun. Ég varð að verða fullorðin strax og læra á nýtt umhverfi og læra bjarga mér. Á þessari stundu ekki það að ég var bara flóttamaður heldur var ég líka lögð í einelti af öðrum börnum á þessum tíma. Því afæta átti ekki fá sömu meðferð og tækifæri og hin börnin.
Eitt gott dæmi er þegar vinir mínar á Íslandi tala um að halda upp á fertugsafmæli hjá æskuvinkonu eða vini eða þegar æskuvinir fara hittast þá verð ég sorgmædd oft á tíðum. Ég var rænd þeirri upplifun, því æskuvinir mínir eru út um allan heim og ekki hægt að hittast eða farið á afmæli og sjá börn okkar alast upp saman. Hugsið hvað þetta einfalt dæmi getur verið svo fjárlagt mér en ekki ykkur. Ég hitti fjölskyldu mína bara þegar ég fer til Bosníu einu sinni á ári. Suma hef ég ekki hitt til margra ára. Allt þetta er eðlilegur hlutur flestra hér á landi.
Hræðsla og ótti var mitt dagleg brauð í fjögur ár. Oft var draumurinn að geta flúið land og geta fundið öryggi á ný. Foreldrar mínir reyndu það en það tókst ekki. Vegabréfið okkar var og er ennþá ekki eins og vegabréf Íslendinga að geta ferðast eins og okkur sýndist og sýnist. Enda ekkert annað hægt í þannig ástandi en að láta sig dreyma um öryggi og reyna flýja. Þú fyllist vonleysi og þunglyndi því það er ekkert sem þín bíður í landi sem sprengjur koma í tíma og ótíma, engin vinna, enginn peningur, allt í rúst, sprengjur búnar að eyðileggja borgina, oft á tíðum ekkert mat nema Rauði krossinn úthlútar hveiti (sem var með full af ormum oft á tíðum), túnfisk, olíu og stundum salt og sykur. Ég vissi ekki hvað kjöt var eða mjólkurvörur í fjögur ár. Ég vissi ekkert um ömmur mínar eða hvort restin af nánu fjölskyldu minni var á lífi því við öll vorum send í sitt hvora áttina.
Síðan klárast stríð með Deyton samkomulagi 1995 og landið opnast. Fjölskylda mömmu sem átti heima hér á Íslandi sótti um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir okkur sem við fengum. Gleði sem ríkti þá þegar við fengum að vita það sumarið 1996 að við værum á leiðinni til Íslands í september sama árið. Síðan þá hef ég alltaf verið þakklát fyrir allt. Ég fékk ný tækifæri til að öðlast betra líf. Ísland er frábært land til búa í og ala börnin upp. Hef aldrei skilið Íslendinga sem tala illa um Ísland og margir oft segja skammast sín að vera Íslendingar. Ég er stoltur Íslendingur. Ástandið hér er aldrei svo slæmt því ég hef aldrei upplifað hér það sem ég upplifði í mínu landi á stríðsárunum. Auðvitað má alltaf gera betur en mín lífsreynsla hefur kennt mér að bera virðingu fyrir því sem maður hefur. Einnig virðingu fyrir fólki alveg sama hvaða trúarbragða það er, útliti eða annað. Það er einnig mjög gott vera nægjusamur og vera þakklátur fyrir allt sem lífið færi þér. Fordómar er eitthvað sem ég vil ekki þekkja.
Ég hef alltaf upplifað Íslendingar sem gott fólk, laus við allt snobb, fordóma og auka tilburði. Hef alltaf kunna meta þetta frjálslynda samfélag. Þess vegna ofbýður og sárnar mér þessi ljóta orðræða um hælisleitendur, flóttafólk og innflytjendur sem birtist hér annars slagið. Við öll erum fólk fyrst og fremst! Af hverju getum við ekki tekið fólki eins og það er og hjálpað fólki í neyð? Það nóg af auðlindum fyrir alla.
Við þurfum einnig að passa okkur að alhæfa ekki. Ekki leyfa örlitlum hópi manna skemma fyrir fleiri hundruð manna sem þurfa hjálp. Stór hluti hælisleitenda er kominn hér til að leita betra lífi og eru koma úr aðstæðum eins ég var lýsa hér fyrir ofan. Við þurfum ekki vera hrædd að þau sé taka eitthvað frá okkur. Þeim fylgja tækifæri. Margir eru menntaðir og við getum nýtt okkur þeirra þekkingu á svo marga vegu. Auðvitað leynast skemmd epli í þeim hópi eins og öðrum hópum. Íslendingar eiga líka glæpamenn og nauðgara og allskonar fólk. Við þurfum ekki senda þá úr landi. Er það nokkuð? Enginn er fullkomin. Gefum þessu fólki tækifæri. Þeir sem eiga ekki vera hér UTL er fullfær að senda þá heim. Hingað til hafa það virkað ljómandi fínt. Einblínum á stærri myndina og alla þá sem koma hérna og eru heiðarlegir. Þeir eru miklu fleiri.
Ég veit það fyrir víst að enginn Íslendingur hefur þurft að flýja sitt heimili vegna stríðs eða ofsókna yfirvalda þannig það getur verið erfitt að skilja aðstæður. Fólk sem hefur alla tíð búið við forréttindi getur átt erfið að skilja aðstæður hælisleitanda og ég skil það vel.
En reynið nú ímynda ykkur það að þurfa gera það, skilja allt ykkar sem þið eruð búin vinna alla ævi (eins og foreldrar mínir þurftu gera) og þurfa biðja annað ríki til að taka á móti ykkur og byrja upp á nýtt. Einnig væri gott að hætta tala um hvers konar síma þetta fólk er með og reynið skilja að þið mynduð gera það sama ef þið væruð að flýja. Þið mynduð taka verðmæti með ykkur og síma! Þetta fólk er ekki allt fátækt þó þeir eru finna sér í neydd til að flýja.
Ég var ekki fátæk áður en stríðið kom en aðstæðurnar breyttust. Íslendingar flestir eru með góðan síma og hvað ef þið þurfið flýja ætlið þið þá kaupa ykkur ódýrari síma til að geta sótt um hæli? Hljómar barnalega, er það ekki?
Margir hælisleitendur eða flestir myndu sækja um vinnu og koma hér á öðrum forsendum en því miður það er ekki í boði. Reglur eru ekki þannig. ESB hefur forgang og þegar er enginn frá þeim löndum sem sækja um vinun þá geta komið önnur lönd til greina sem gerir það að verkum að enginn annar kemst að því það er alltaf nóg af fólki frá ESB löndum sem vilja koma og vinna hér.
Verð að líka koma inn á þessar myndir sem fara núna á samfélagsmiðlum um sóðaskapinn þar sem hælisleitendur mótmæla. Ég ætla leyfa mér að benda ykkur á að skoða myndir eftir búsahaldabyltinguna þegar Íslendingar mótmæltu svona til samanburðar og hversu vel var gengið um þar. Einnig ætla ég benda á fréttina frá Seltjarnanesi þar sem ferðamannaskítur þykir eðlileg sjón, eða ruslahaugar eftir eina útihátið. Það eru nefnilega fleiri sóðar en bara hælisleitendur og ef þeir eiga fara úr landi fyrir það og fyrir það að berjast fyrir sinum mannréttindum þá hljóta þá fleiri fylgja sama fordæmi.
Síðasta og ekki síst virðum mannréttindi fólks! Ef þú krefst þess að hafa mannréttindi, hlýtur þú vera hlynntur því að aðrir fá að hafa þau líka.
Get örugglega haldið áfram en læt þetta duga. Takk fyrir að lesa. Vonandi fékk þessi lestur ykkur til þess að hugsa upp á nýtt.
Ást og friður