KVENNABLAÐIÐ

Paris Jackson fer út með kærastanum eftir sjálfsvígstilraunina

Paris Jackson hefur neitað því að hafa reynt sjálfsvíg, en lögreglan staðfestir að hún hafi skorið sig á púls. Hún var lögð inn á spítala en er komin út. Síðdegis á laugardeginum, 16. mars síðastliðinn, sást hún úti með kærastanum Gabriel Glenn í Universal City, Los Angeles.

Auglýsing

Hin tvítuga Paris var í gráum jöggingbuxum, stuttermabol og var í góðu skapi, að minnsta kosti af myndunum að dæma. Þau skiptust á drykk og nutu lísfins.

paris ut2

Auglýsing

Aðeins nokkrum klukkustunum fyrr, staðfesti ET að fyrr á laugardeginum hefði lögregla og sjúkrabíll verið kallað að heimili Parisar vegna sjálfsvígstilraunar og var sjúklingurinn fluttur á spítala. Heimildarmaður sagði í viðtali við ET að Paris hefði lent í slysi á heimili sínu og hafi þurft aðhlynningu, en væri núna að „hvíla sig heima og væri í lagi.“

Paris þverneitar fyrir að um sjálfsskaða hefði verið að ræða.

paris ut6

Í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar Leaving Neverland hefur Paris átt mjög erfitt og er hætt að verja föður sinn: „Það er ekkert sem ég get sagt sem hefur ekki áður verið sagt til að verja hann. Taj [frændi Michael] hefur gert gott verk, ég styð hann, en það er ekki mitt hlutverk. Ég er bara að reyna að slaka á og fylgja flæðinu. Hugsið um stærri myndina.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!