Leikkonan og fyrrum spjallþáttastjórnandinn Rosie O’Donnell (56) hefur stigið fram og sagt föður sinn hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar hún var barn. Hún hefur áður minnst á þær hörmungar sem hún gekk í gegnum, m.a. í þætti Howards Stern árið 2017.
Auglýsing
Rosie hefur þó ekki sagt hver það var fyrr en nú, en föður sinn, Edward Joseph, sem lést árið 2015 segir hún vera sökudólginn.
Segir hún um misnotkunina í bók sem enn er óútgefin, Ladies Who Punch: The Explosive Inside Story of ‘The View,“ „Þetta hófst þegar ég var mjög ung. Þegar hún lést hætti þetta bara á furðulegan hátt, því þá þurfti hann að hugsa um þessi fimm börn.“ Bókin fer í sölu þann 2. apríl næstkomandi.
Heilt yfir litið er þetta ekki sem ég vil tala um. Auðvitað breytir þetta öllum. Barn sem sett er í þessa stöðu, sérstaklega vegna fjölskyldumeðlims, finnur fyrir algeru valdaleysi og að vera fast, því manneskjan sem þú myndir segja frá því allajafna er manneskjan sem er að beita ofbeldinu.
Auglýsing
Rosie O’Donnell segir þetta í kafla í fyrrnefndri bók, sem er helguð spjallþættinum sem var á dagskrá í mörg ár.
Hefur Rosie verið opin varðandi sjálfsvígshugsanir, að hún hafi oft hugsað um að taka sitt eigið líf, en hafi aldrei gert neinar áætlanir hvað það varðar.
Auglýsing
Þegar Rosie kom fram í þætti Piers Morgan á CNN árið 2012, kenndi hún föður sínum ekki um en sagði: „Hann átti við sín mál og sína djöfla að eiga,“ og meinti að hann var ekkill sem þurfti að hugsa um hana og fjögur önnur systkini. Hún sagði svo: „Það eru hlutir sem ekki er hægt að fyrirgefa.“ Svo sagði hún við Piers: „Ég er búin að fyrirgefa honum.“