KVENNABLAÐIÐ

Tvíburi lést við hlið bróður síns í baði eftir að móðirin fór í símann í 47 mínútur

„Ég hélt að ekkert slæmt myndi gerast“ sagði móðir nokkur sem ásökuð er um manndráp á barni sínu. Rosie, 13 mánaða, lést við hlið tvíburabróður síns því móðirin fór í símann og taldi allt vera í lagi.

Auglýsing

Móðirin, Sarah Morris frá Wales, Bretlandi, neitar sök og segir að börnin hafi verið í baði í um það bil klukkutíma en símtalið var 47 mínútur samkvæmt dómsskjölum. Hún sagðist hafa verið inn og út úr baðherberginu í þennan tíma og hafi verið að leika við börnin.

Vatnið hafi verið börnunum mittishátt og „það hafi aldrei verið neitt vesen með þau í baði áður.“

Þegar Sarah kom inn í baðherbergið hafði tvíburabróðirinn tekið tappann úr baðinu og Rosie lá á bakinu, örend, og ekkert vatn var eftir.

bað2

Sarah brotnaði niður í dómssal og sagðist hafa hafið lífgunartilraunir á Rosie, áður en hún hljóp út til að fá hjálp og nágrannar komu henni til hjálpar og svo sjúkrabíll. „Ég var í slæmu ástandi, mjög slæmu,“ sagði hún.

Auglýsing

 

Gerðist atvikið árið 2015 og hefur Sarah neitað ásökunum um vanrækslu og að stofna barni í hættu. Við vitnaleiðslur kom í ljós að hún hafi gert slíkt áður, tvisvar á síðustu fjórum mánuðum áður en Rosie lést: „Var ekki nógu hættulegt að skilja þau eftir ein í baði í nokkurn tíma?“ var hún spurð. Var henni gefið að sök að hafa verið út um allt hús, misst sjónar á tímanum sem þau voru í baði og „hafði ekki hugsað nógu vel um þau.“

Sarah sagði: „Auðvitað hugsaði ég vel um þau, þetta voru börnin mín og ég elskaði þau.“

Verjendur sögðu Söruh hafa þjáðst af Mass Irlen heilkenni, sem gerir henni erfitt fyrir að lesa, meðtaka nýjar upplýsingar og melta sýnilegar upplýsingar á réttan hátt.

Dómarinn sagði svo við kviðdóm að þeir skyldu vera vissir um að um væri að ræða „grófa vanrækslu“ og vildi fá hana dæmda fyrir manndráp. „Slæm dómgreind er nógu slæm. Þetta er hinsvegar vanræksla, svo gróf að hún er lögbrot.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!