KVENNABLAÐIÐ

Staðfest: Konur eru betri ökumenn en karlmenn

Þá er það opinbert: Konur eru betri ökumenn en karlmenn í umferðinni, samkvæmt rannsókn.

Tryggingafyrirtækið breska, Insurethebox, fór yfir 4,5 milljarða ökuskýrsla og bar saman kynin – og hvort kynið er líklegra til að sitja uppi með feita skuld hvað varðar brot í umferðinni.

Auglýsing

Konur eru einfaldlega öruggari ökumenn, sérstaklega þegar að hraðakstri kemur, en karlmenn er 46% líklegri til að stunda hraðakstur en konur. Yngri ökumenn (17-25 ára) eru stærstu sökudólgarnir en yngri karlmenn eru 55% líklegri til að keyra hratt en ungar konur.

Meðal yngstu ökumannanna eru 17 ára karlmenn 76% líklegri en konur á sama aldri með þungan bensínfót.

Auglýsing

Þegar kemur að því að aka í myrkri bera konur einnig höfuð og herðar yfir karlana. Að aka í myrkri er hættulegra en í dagsbirtu og ungir karlmenn eru 28% líklegri til að aka í myrkri en konur.

Fjórðungur slysa gerast milli miðnættis og klukkan fimm, jafnvel þó veganýting sé aðeins um 4% á þessum tíma.

Karlmenn í Skotlandi eru fjórum sinnum líklegri en konur á öllum aldri til að stunda hraðakstur: „Hraðinn er einn stærsti áhrifavaldur slysa og það eina sem ökumaðurinn hefur í raun stjórn á, samt virðist það vera mestur munur á körlum og konum í þessu samhengi, konurnar aka á öruggari hátt,“ segir Naomi Little hjá Insurethebox.

„Tölfræði Insurethebox sýnir að þeir sem aka of hratt í 20% ökuferða auka áhættuna á að lenda í slysi um 87%. Þetta er augljóst þar sem aukinn hraði eykur líkurnar á að geta ekki brugðist nægilega hratt við óvæntum hættum. Skiptir engu hver er að keyra, ökumenn verða að gefa sér tíma til að gera allar ferðir öruggar.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!