„Hvað er 35 ára maður að gera – taka lítinn dreng og eyða 30 dögum með honum?“ – LaToya Jackson sagði um bróður sinn, Michael að hann hefði „framið glæp gagnvart litlum, saklausum börnum í viðtali MTV frá árinu 1993 sem nú hefur skotið upp kollinum á ný eftir heimildarmyndina Leaving Neverland.
Á þessum tíma var MJ í fréttum fyrir að misnota 13 ára dreng, Jordy Chandler. Málið var útkljáð fyrir dómstólum og lauk með sátt.
LaToya sagði að hún hefði margsinnis séð málum lokið á þennan hátt, að Michael borgaði stóra upphæð og vandamálin „hurfu.“
Sagði hún í meðfylgjandi viðtali: „Michael er bróðir minn, ég elska hann mjög en ég get ekki og vil ekki vera þögull þátttakandi í glæpum hans gagnvart litlum, saklausum börnum.“
Fjölskyldan varð æf vegna orða hennar og síðar baðst hún afsökunar og dró ummæli sín til baka.