Sif Ívarsdóttir er átta ára og er henni afar umhugað um velferð dýra. Með hjálp móður sinnar, Siggu, skrifuðu þær bréf til Guðna forseta þar sem Sif tjáði honum áhyggjur sínar og „bað hann um að segja öllum heiminum í gegnum sjónvarpið að hætta að meiða dýr.“
Guðni sendi henni afar fallegt bréf til baka:
Guðni segir:
„Kæra Sif! Ég þakka þér fyrir bréfið sem þú baðst móður þína að senda mér. Ég þakka þér líka fyrir að bera umhyggju fyrir dýrum heimsins. Sum þeirra eru í útrýmingarhættu og við eigum alltaf að hugsa vel um dýr. Ég get ekki skipað öllu fólki í heiminum að hætta að borða dýr en við skulum vinna saman að því að hvetja alla til þess að sýna dýrum virðingu og hugsa eins vel um þau og hægt er.
Það er gott hjá þér að þykja vænt um dýr, kæra Sif. Ég vona og veit að þú munt halda því áfram eftir því sem árin færast yfir. Ég óska þér alls velfarnaðar í námi, leik og starfi.
Með góðri kveðjur,
Guðni Th. Jóhannesson“
Færslan er birt með leyfi móður Sifjar