Þnn 26. maí næstkomandi mun Manuel Germán Ramírez Valdovinos hafa verið í fangelsi í 19 ár af 43 fyrir að myrða mann sem er á lífi og við góða heilsu.
Manuel vann sem tónlistarkennari í bænum Texapan, Mexíkó. Hann hafði nýlega komið heim frá vinnu og var að fagna eins mánaðar afmæli sonar síns þann 26. maí árið 2000. Hann og kona hans voru í huggulegheitum þegar átta manna lögregludeild kom inn í húsið þeirra, börðu hann og handtóku og settu inn í bíl. Var hann handtekinn án leyfis og tekinn á nærliggjandi lögreglustöð.
Þar var hann hengdur upp á höndunum með málmkeðjum, píndur með rafmagnsstuði og ásakaður um að hafa myrt mann sem hann þekkti lítið. Manuel var 22 ára þá.
Þegar Manuel heyrði ásakanirnar var hann í áfalli. Hann hafði heyrt um fórnarlambið, Manuel Martínez Elizalde, en hann hafði gefið þeim peninga þegar hann gat ekki gefið fjölskyldu sinni að borða.
Hann átti alls ekkert sökótt við hann, hvað þá myndi hann drepa hann. Hann sá föður nafna síns Elizalde á stöðinni en hann sagði: „Nei, ekki þessi, hann er vinur sonar míns.“ Lögreglustjórinn sagði: „Nú, þú hefur hér þrjá glæpamenn og hér eru þeir. Nú er allt tilbúið fyrir ákæru.“
Manuel segir að faðir Elizaldes hafi lofað lögreglumönnunum fjárfúlgu fyrir eitthvað sem var í raun mikið fjárglæfrarugl og svindl. Hann vissi að faðir hans hafði svo fengið milljón dala í líftryggingu eftir meintan dauða sonar hans. En fórnarlambið dó aldrei í alvöru. Elizalde fór tiBandaríkjanna, fór í lýtaaðgerð til að breyta útliti sínu. Hann hefur búið þar síðan undir öðru nafni, en heimsækir reglulega föður sinn sem byggði höll vegna líftryggingafésins.
Sannanir gagnvart Manuel Germán Ramírez Valdovinos voru alger farsi. Lík Manuel Martínez Elizalde bar annan húðlit, var mun minni og hafði ör sem voru ekki á manninum áður. Þeir dæmdu Manuel Germán samt sekan og hann fékk 43 ára fangelsisvist. Hann hefur nú verið í 19 ár í ýmsum fangelsum í Mexíkó og hefur margoft reynt að fá dómnum hnekkt. Hefur hann beðið um endurupptöku málsins frá árinu 2015 en ekkert hefur gerst.
Kona hans, Esther Valdovinos hefur biðlað til fjölmiðla: „Ég bið um réttlæti og lausn eiginmanns míns sem hefur setið í fangelsi í 19 ár fyrir glæp sem hann framdi ekki, skáldaðan glæp. Þetta er skömm fyrir mexíkóskt dómskerfi.“