KVENNABLAÐIÐ

Bjó til falskan aðgang á Tinder og sagðist vera barnaníðingur og ofbeldismaður en fékk fullt af svörum

Það er ágæt tilhugsun að meirihluti mannkyns dæmi annað fólk út frá verðleikum þess en ekki út frá peningum, stöðu í samfélaginu eða útlitinu. Samt sem áður verðum við að viðurkenna að það er alls ekki alltaf raunin.

Fallegt fólk kann samt að fá frekari tilslökun en aðrir.

Lítil tilraun á Tinder sýndi einmitt fram á það og var hinn súperheiti „Chad” í forgrunni með vel mótaðan kvið en sagði í lýsingunni vera með ökklaband, hafi níðst á barni og fyrrverandi kærustu.

Auglýsing

Það kom þó ekki í veg fyrir að hann hafi fengið jákvæð svör. Svo virtist sem útlitið hindraði alla fyrri glæpi hans.

chad2

Í stuttu máli sagt skrifaði hann að hann væri með ökklaband fyrir að hafa níðst á barni og hann væri á leið í fangelsi fyrir að beita fyrrverandi ofbeldi. Þetta væru nú samt ekki alvarlegir glæpir. Þó hann myndi sitja inni fyrir þá.

Jafnvel eftir að hann segir fyrstu stelpunni að þetta sé „í alvöru” ákveður hún að halda áfram að tala við hann.

chad3

Hún var ekki eina konan þó. Sumir „svæpa” til hægri af því að þarna er flott mynd og ekki allir gefa sér tíma í að lesa lýsinguna. Allt í lagi með það.

Auglýsing

chad5

En „Chad” benti þessum konum á það og var mjög greinilegt að hann væri bara „slæmur gaur.” Hann er dónalegur og ruddalegur, það hefur heldur engin áhrif. Hann segist líka vera „hættur að nauðga.“

chad8

Hún skammar hann fyrir að tala ruddalega og svo kallar hún hann kjána og segir honum að slaka á því hún vill halda áfram að tala.

chad7

Svo er þessi…hún áttar sig varla á hvað hann er að segja og vill bara fyrirgefa honum mistökin. Þó hann segi að hann hafi níðst á sex ára dreng. Og hann vilji bara sofa hjá henni. Hún virðist bara vera spennt að hitta þennan gaur sem er á leið í fangelsi fyrir alvarlega glæpi.

chad9

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!