Sönvari hljómsveitarinnar íkonísku The Prodigy, er látinn, 49 ára að aldri. Var hann einkum frægur fyrir lagið Firestarter, en hann fannst látinn á heimili sínu í Essex.
Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan er enn á staðnum og talsmaður lögreglu sagði: „Við vorum kallaðir út til að athuga með mann rétt eftir klukkan 8 á mánudagsmorgun.
Heldur hann áfram: „Við mættum og 49 ára maður var úrskurðaður látinn á staðnum. Ættingjum hefur verið gert viðvart. Ekki er talið að um saknæmt athæfi sé að ræða og dánardómstjóri fær málið svo í hendur.“
Hljómsveitin The Prodigy varð afskaplega vinsæl snemma á tíunda áratugnum. Þeir urðu eitt stærsta band Bretlands á sínum tíma.