„Heiti fanginn,“ Jeremy Meeks hefur nú reynt að laga samband sitt við erfingjann Chloe Green. Hann póstaði af því tilefni skilaboðum til hennar á Instagram.
„Það er ENGIN ÖNNUR sem ég vil eyða restinni af lífinu með“ skrifaði hann með mynd af parinu í faðmlögum.
Chloe hafði verið mynduð þar sem hún gekk fyrir utan íbúð þeirra í Monte-Carlo en þá höfðu sögusagnir komist á kreik að þau væru á barmi sambandsslita.
Þau lentu í rifrildi á Cavalli klúbbnum í Dubai þar sem Jeremy rauk út og skildi Chloe eftir grátandi. Þau eru foreldrar Jayden sem fæddist þann 29 maí 2018.

Jeremy skrifaði einnig: „Þú ert ótrúleg mamma og ég elska þig að EILÍFU…TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ.“
Jeremy Meeks vakti heimsathygli á sínum tíma því hann var svo fallegur. Hann skildi svo við barnsmóður sína, varð fyrirsæta og kynntist Chloe.