KVENNABLAÐIÐ

Luke Perry fékk alvarlegt slag

Leikarinn Luke Perry sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Beverly Hills 90210 og Riverdale var fluttur í skyndi á spítala þar sem hann fékk einhverskonar slag.

Auglýsing

Ekki er nákvæmlega vitað um hvers konar slag er að ræða, en heimildarmenn segja að hann sé undir eftirliti og hafi fengið meðhöndlun. „Mr. Perry er undir eftirliti á spítalanum.“ Margir hafa giskað á að um heilablóðfall sé að ræða.

Luke sem er 52 ára er nú í þáttunum Riverdale á Netflix en þar leikur hann föður Archie, Fred Andrews. Hann hefur verið upptekinn að undanförnu í stúdíóum Warner Bros í Los Angeles.

Auglýsing

Gerðist atvikið á sama tíma og Fox tilkynnti um endurvakningu þáttanna 90210. Luke Perry varð fljótt heimsþekktur fyrir að leika Dylan McKay í Beverly Hills 90210. Í þessum nýju þáttum koma flestir fram sem voru í gömlu þáttunum en Luke hafði ekki skrifað undir samning varðandi verkefnið

bh91920

Jason Priestley, Jennie Garth, Tori Spelling, Ian Ziering, Brian Austin Green og Gabrielle Carteris hafa öll staðfest endurkomu sína í sex þátta miniseríu sem frumsýnd verður í sumar 2019.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!