KVENNABLAÐIÐ

YouTube reynir að takmarka auglýsingar frá and-bólusetningarsinnum

YouTube tilkynnti nú á föstudaginn var að fyrirtækið myndi koma í veg fyrir að stöðvar á vefnum gætu auglýst and-bólusetningar áróður og þeir segja að slík myndbönd falli undir lög um upphafningu myndbanda með „skaðlegum og hættulegum“ boðskap. Auglýsendur hafa lýst andstöðu sinni gagnvart því að auglýsingar frá þeim birtist í myndböndum sem eru í andstöðu við það sem þau trúa.

Auglýsing

„Við höfum afar stífar reglur sem fylgja því hvaða myndböndum má birta auglýsingar með, and-bólusetningaráróður er í andstöðu við þessar reglur. Ef myndband er í andstöðu fylgjum við því strax eftir og fjarlægjum auglýsingarnar,“ sagði talsmaður YouTube.

Auglýsing

Í vikunni athugaði BuzzFeed News að á meðan leitarniðurstöður fyrir leitarorð/setningar á borð við „eru bólusetningar öruggar?“ þá koma þau myndbönd upp sem hafa hvað mest áhorf og auglýsingar sem fylgja þeim eru t.d. frá barnaspítölum.

Margir auglýsendur höfðu ekki hugmynd um að auglýsingar birtust á slíkum vafasömum myndböndum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!