Hinn ástsæli gamanleikari John Candy kvaddi þennan heim í mars árið 1994. Réttarmeinafræðingurinn Dr. Michael Hunter hefur verið að sýna í læknaskýrslur til að skilja hvað olli þessu banvæna hjartaáfalli.
John var einungis 43 ára gamall og þrátt fyrir að marga grunaði að hann væri ekki að lifa hinu heilsusamlega lífi er dauði hans læknum samt ráðgáta og þeir koma sér ekki saman um dánarorsök.
„John átti sér sögu um lotugræðgi og marga stífa megrunarkúra en var þó oftast í ofþyngd á fullorðinsárum. Það var samt annað í lífi hans sem gat haft mjög alvarleg áhrif á hjartað og það var áfengisdrykkja,“ útskýrir Hunter í nýjum heimildarþáttum Autopsy: John Candy.
Margir koma fram í þáttunum sem eru frekar rosalegir og þeir lýsa stjórnlausu djammi og furðulegri hegðun: „Hann elskaði að fara í partý og hann var þekktur fyrir að dekra sjálfan sig og aðra,“ sagði fyrrum besti vinur hans, Jonathan O´Mara. Dr. Joe Guse sagði: „Hann var mjög til í djammkvöld og hann gat drukkið mikið – og hann gerði það oft.“
Áfengi var vissulega stór hluti af lífi hans…en var það ástæðan fyrir að hann lést?
„Ég heyrði sögur um ofdrykku Johns. En hann var stór gaur og gat drukkið mikið án þess að sæist á honum,“ sagði Jonathan.
„Við fórum í svaka veislu á Wagons East skömmu fyrir dauða hans og það var partý og allir djömmuðu, sagði Mitch Masoner, fyrrum bílstjóri Johns.
Hunter segir að á þessum tíma hafi læknar aðvarað hann vegna þyngdarinnar. Jafnvel hóflegur skammtur af áfengi hefði getað haft slæm áhrif: „Mikil drykkja eykur blóðþrýsting og hefur lagt mikið á hjartað. Það virðist vera svo að vísbendingar séu um að John hafi í raun tekið drykkjuna á annað og hættulegra stig, rétt áður en hann dó.