Leikararnir Zac Efron og Selena Gomez eru sögð orðin afar náin, en vinum þeirra þykir það ekki góð hugmynd. „Það er greinileg hrifning í gangi,“ milli fyrrum Disneystjarnanna sem hafa verið að „spjalla mikið saman og umgangast hvort annað,“ en áhyggjurnar eru af því að þau eru bæði með „ofurviðkvæman persónuleika,“ segir vinur Selenu.
„Mörgum þykir að samband milli þeirra yrði uppskrift að stórslysi. Þeim hættir báðum til að heltast úr lestinni þegar þau eru ekki í afar fókuseruðu og afmörkuðu umhverfi og lífsstíl með fullt af aðstoðarfólki til að hjálpa þeim að halda sér á beinu brautinni.“
Þrátt fyrir þessar áhyggjur vinanna hafa Selena og Zac „talað niður óttann“ og eru glöð að hafa endurnýjað kynnin, en þau léku saman í Neighbors 2.
Efron (31) og Gomez (26) eiga sér bæði sögu um að hafa verið í meðferð vegna vandamála sinna. Zac á sér sögu um misnotkun áfengis og lyfja. Hann er þó búinn að vera edrú í einhvern tíma núna. Hann hefur notað allskonar lyf, s.s. Adderall, kókaín og reykt kannabis. Hann hefur verið tvisvar í meðferð og einu sinni var hann endurlífgaður í partýi eftir að hafa tekið of mikið af oxycodone.
Til að halda sér edrú forðaðist Zac eftirpartý og mætti m.a. á Óskarinn 2014 með eftirlitsmanni til að halda sér á mottunni.
Selena hefur átt við þunglyndi og kvíða ásamt öðrum sjúkdómum og hefur margsinnis farið í meðferð, nú síðast í október 2018. Í dag er hún í meðferð, vinnur með sálfræðingum og reynir að halda sér upptekinni og borða hollt.