„Djöfulleg” móðir skildi þriggja ára dóttur sína eftir eina heima til að deyja án matar eða vatns, en hún fór sjálf að „djamma” í heila viku.
Maria Plenkina (21) fór frá dóttur sinni Kristinu á þriðja afmælisdaginn hennar, læsti dyrum og meira að segja skrúfaði fyrir vatnið þannig aumingja barnið gat ekki fengið sér að drekka.
Amma Kristinu, Irina (47) fann barnabarnið sitt en hún hafði keypt handa henni afmælisgjöf. Irina hringdi samstundis á lögreglu og sjúkrabíl en stúlkan var úrskurðuð látin.
Amman segir að hún hafi verið í daglegum samskiptum við móðurina, Mariu, og hún hafi alltaf sagt að hún og Kristina væru „góðar.”
Raunveruleikinn var öllu ógeðfelldari. Maria hafði skilið litlu stúlkuna eftir til að deyja í bænum Kirov í Rússlandi, samkvæmt rannsóknarlögreglunni.
Móðirin er nú í gæsluvarðhaldi í tvo mánuði og er málið til rannsóknar en hún mun að öllum líkindum verða ákærð fyrir morð á barni, notandi öfgakennt ofbeldi.
Talskona lögreglunnar segir: „Móðirin segir að hún hafi vísvitandi læst hurðum íbúðarinnar og farið. Hún sagðist vera að „hafa gaman með vinum sínum.”
Maria var fjarverandi frá 13. febrúar til 20. febrúar. Er málið rannsakað sem morð.
Hún grætur ekki einu sinni, sýnir engan söknuð eða eftirsjá. Hún segir bara: „Já, ég fór, skrúfaði fyrir vatnið og skildi barnið eftir án matar og vatns.
Sést Maria á myndbandi í búri fyrir rússneskum dómi þar sem hún talar rólega, hvíslar næstum en brotnar aldrei niður.
Irina, amman, segist hafa tekið barnið ef hana hefði grunað eitthvað misjafnt: „Hún sagði mér bara alltaf að allt væri í lagi. Hún laug að öllum. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi gera eitthvað svona. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég tekið stúlkuna að mér. Það voru aldrei nein merki um ofbeldi. Hún er leikkona af guðs náð…ef þú getur blekkt alla svona rosalega. Ég hefði aldrei trúað þessu.”