KVENNABLAÐIÐ

Jordyn Woods minntist á framhjáhaldsskandalinn opinberlega í gær

Eins og lesendur Sykurs vita, hefur Jordyn Woods, besta vinkona Kylie Jenner flutt út úr húsi hennar eftir að upp komst um framhjáhald Tristan Thompsons með henni.

Auglýsing

Í gærkvöld varð hún að að mæta á frumsýningu nýrrar vöru hennar, en hún hefur verið að hanna fölsk augnhár fyrir Eylure. Jordyn talaði stuttlega og sagði meðal annars: „Þetta hefur verið raunverulegt,“ (It’s been real) og var hún að vísa í nýlegt drama milli hennar og Kardashian klansins.

Auglýsing

Óþarft er að taka fram að gestirnir á frumsýningunni voru afar spenntir að heyra hvort hún myndi minnast á dramað og fengu þeir því eitthvað fyrir sinn snúð.

jj ky

„Takk fyrir að koma hingað og styðja mig í gegnum allt sem ég er að ganga í gegnum. Þetta hefur verið raunverulegt, og Eylure hefur staðið við bakið á mér sem ég hef verið að vinna að í níu mánuði núna.“

Allir í Kardashian fjölskyldunni eru að sjálfsögðu á bandi Khloe í þessu máli og virðist svo sem Kylie og „konan hennar“ Jordyn séu endanlega skildar að skiptum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!