Síðan önnur þáttaröð The Handmaid’s Tale endaði hafa aðdáendur ekki getað talað um annað en hvað í ósköpunum mun koma fyrir June?! Mun hún bjarga dóttur sinni? Fer hún aftur til Waterford hjónanna? Munu þau Luke hittast aftur?
Já, það er flókið að ímynda sér framhaldið eftir hvernig önnur sería endaði.
Við þurfum samt að bíða í maaaaarga langa mánuði til að svala forvitninni, þar sem þriðja serían mun ekki vera frumsýnd fyrr en fimmta júní með þremur nýjum þáttum, svo kemur einn nýr á hverjum miðvikudegi. (June – júní, skiljið þið?!)
Fyrri seríur voru frumsýndar í apríl, þannig þetta eru viss vinbrigði, við vitum það, en það koma 13 nýir þættir allt í allt!