KVENNABLAÐIÐ

Íslenskar konur eru í auknum mæli að finna fyrir „brjóstapúðaeitrun” (BII) og láta fjarlægja púðana

Hafrún María Zsoldos er ein þeirra kvenna sem hefur látið fjarlægja brjóstapúða þar sem hún segist hafa orðið veik af því að hafa sett þá í sig. Telur hún að læknar ættu að hlusta betur á konur og hreinlega að banna konum að taka þessa ákvörðun án þess að skoða afleiðingarnar.

Hvenær áttaðirðu þig á að eitthvað væri ekki í lagi varðandi brjóstapúðana? 

Ég hafði verið í langri heilsumeðferð við mínum kvillum en ekkert gekk að komast alla leið að 100% lækningu.
Ég nýtti mér eingöngu upplýsingar sem Anthony William – The Medical Medium hefur látið frá sér fara, því hann er með langbestu árangurssögur sem ég hef fundið, þó víða hafi ég leitað.

Athony sendi út þátt í október árið 2018 sem útkljáir þessi mál og ég pantaði strax tíma í aðgerð.

Auglýsing

Hvað vilt þú að konur viti um BII (Breast Implant Illness)?

Í fyrsta lagi að BII er alvöru sjúkdómur sem hægt er að læknast 100% af.

Það sem vitað er um innihald púðanna en aldrei gefið upp, eru um 40 mismunandi eiturefni í púðunum jafnt í yfirborðsskelinni og í innihaldi púðanna. Þó það standi bara sílikon á er ekki bara um sílikon að ræða. Þó það standi saltvatn, þá er ekki bara saltvatn í púðunum.
Það sem skortir eru alvöru upplýsingar á því ferli sem fer í gang þegar við erum fylltar upp með þessum eiturpúðum og hvað líkaminn er að vinna í okkar þágu að losa okkur við þennan aðskotahlut.

Fyrir og eftir aðgerð
Fyrir og eftir aðgerð

Samkvæmt Anthony þá framleiðir lifrin ensím sem ráðast á púðana og hægt og bítandi leysir þá upp og flytur með sogæðakerfinu til að skola út. Aftur á móti ferðast eitrið um allan líkama og inn í eitla og innyfli og bara það eitt veldur sjúkdómum til lengdar.

Auglýsing

Lifrin sér um að draga í sig eiturefni úr blóðinu svo það sogist hreint til hjartans. Það þarf ekki langan tíma til að svona magn af eitri fari að valda erfiðleikum í lifrinni, hún hægir á sér, blóðið hreinsast illa og þykknar og margar okkar hafa fundið mikið fyrir hjartsláttartruflunum.

Hvenær lést þú taka þína úr?

Í desember árið 2018.

Hvenær fékkstu þá?
1989 – 1994 – 1995 – 2004 – 2006 – 2008 – 2017 og svo „explant“ 2018

Hvaða einkennum fannst þú fyrir?

Í hvert skipti sem ég fór í aðgerð til að setja í og skipta um púða varð ég veik í viku með hita, útbrot og ofsakláða. Vefjagigt myndaðist strax árið 1990 sem lýsti sér í miklum óskiljanlegum verkjum um allan líkama, aðallega í fótum og hálsvöðvum.
Ég fékk flest öll einkenni BII sem talin eru upp af þeim 40 sem konur hafa skráð sem einkenni eftir brjóstastækkun.

Í seinasta skiptið færðum við púðana undir vöðva, sem þýðir að þeir fóru ekki inn í gamla vasann sem örvefurinn hafði myndast og fyrir vikið var greiðari leið fyrir nýju púðana að eitra fyrir mér. Ný einkenni mynduðust um leið, á borð við doða í andliti, doða í fingrum og fótum, stanslausar eitlabólgur og mígreni magnaðist. Lifrabólgu-tilfinning og verkir í rifbeinum allt um kring. Sviði um alla bringu og stanslaus kuldahrollur eða brunatilfinning.

Húðflögnun og hárlos. Enn meiri sjónskerðing og sjónin sýndi glimmer eða blossaallan sólarhringinn. Ofsabruni í þvagrás og kynfærum sem ekki var hægt að skilja. Húðin eltist mjög hratt og vöðvar rýrnuðu þar til ég varð alveg máttvana og rúmföst. Svona til að nefna nokkur dæmi.

Hvernig líður þér í dag?

Ég er mjög hamingjusöm með að loksins finna aðalástæðuna fyrir mínum veikindum og vera á batavegi.
Ég fór öfuga leið að lækningunni við þessum kvillum en bý að því sem ég var búin að vera að gera til að læknast. Ég átti engan séns að komast út hinumegin með sílikonpúðana enn í mér.
Nú er tekin við afeitrunarmeðferð sem ég hef sjálf hannað með alla mína þekkingu í heilsu- og fegrunargeiranum og það er að hjálpa mér að losa mig við eitrið sem safnast hefur upp um allan líkama.

Útbrotin og sýkingin sem helltust yfir mig eftir að púðarnir voru fjarlægðir í desember eru loksins að hverfa og ég hef fengið skýrari huga, er verkjalaus og á hröðum batavegi. Eitt sem er mikilvæst að nefna er að afeitrunarmeðferðir valda alltaf tímabundnum einkennum svo það ber að muna þegar maður fer í meðferð…og ekki gefast upp!

Telur þú að aukning hafi verið í þessum aðgerðum (s.s. fjarlægingu púða) á Íslandi?

Já, konur hafa látið fjarlægja púða vegna grunsemda um að þeir eru að valda veikindunum, sem hefðu ekki myndast svona snemma á ævinni ef ekki fyrir svona mikla eitrun eins og púðarnir mynda.
Aftur á móti vegna þrýstings frá lýtalæknunum að þær verði afmyndaðar púðalausar, hafa konur látið setja nýja púða í staðinn fyrir gamla, sprungna og sýkta púða.
Bara ef læknar myndu hlusta á okkur og hreinlega banna okkur að taka þessa ákvörðun án þess að skoða afleiðingarnar…ef ég bara hefði vitað þetta áður. Ég hefði aldrei byrjað á þessu, og ég sem hef verið heilsufrík allt mitt líf!

Hér má óska eftir inngöngu í hópinn BII Ísland á Facebook 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!