KVENNABLAÐIÐ

Ótrúlegar sjaldgæfar myndir af svörtum hlébarða í Kenya: Sá fyrsti sem sést í heila öld

Þetta er býsna magnað: Breskur ljósmyndari náði fyrstu myndum af svörtum hlébarða, en þeir hafa ekki sést, svo vitað sé í heila ÖLD. Myndirnar sýna hlébarðann í leit að æti um nótt.

svartur 2

 

Will Burrad-Lucas (35) er frá Buckinghamskíri og var staddur í Laikipia Wilderness Camp í síðasta mánuði í Kenýa. Ljósmyndarinn náði myndinni með hreyfimyndavél, sem hefur hreyfiskynjara sem tekur myndir af dýrum ef hann greinir þau.

Auglýsing

Þrátt fyrir myrkrið er hægt að sjá þessa gríðarlega tignarlegu skepnu. Fullt tungl var og má sjá gul augun greinilega.

sv33

Segir Will: „Ég tók þessar myndir í síðasta mánuði og ég tel að þessi hlébarði sé um tveggja ára. Þetta eru helgar skepnur og afar fáir eru til. Þetta er ekki bara vegna þess að þeir laumast um og sjást sjaldan, einnig vegna þess að afar smá prósenta þeirra er alveg svartur.“

Will ljósmyndari
Will ljósmyndari
Auglýsing

Var þetta draumur hans að rætast en hann hefur löngum verið hrifinn af svörtum hlébörðum: „Einu myndirnar sem hafa náðst af þeim eru úr mikilli fjarlægð eða í mjög lélegum gæðum. Eins og ég best veit eru þetta bestu myndir af villtum svörtum hlébarða sem náðst hafa í Afríku.“

Þetta er öfugt við albínisma, of mikið litarefni er á húð dýrsins eða hári.

Hlébarði
Hlébarði

Nicholas Pilfold PhD, sem rannsakar hlébarðana í Laikipiasýslu, Kenýa segir: „Við höfðum heyrt sögusagnir að svartur hlébarði væri í nágrenninu, en það var aldrei hægt að staðfesta þær. Nú höfum við séð myndirnar og sanna þær tilvist þess. Þetta er ótrúlega sjaldgæft.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!