Hertogaynjan og hertoginn af Cambridge eru heiðursgestir á BAFTA verðlaunahátíðinni, en þau eru kvikmyndaverðlaun bresku kvikmynda-akademíunnar. Kate Middleton vakti gríðarlega athygli í hvítum kjól með einni ermi og svo bar hún eyrnalokka Díönu prinsessu með þessum fallega kjól.
Hátíðin er haldin í Royal Albert Hall í Kensington, London.
Sagt er að Kate beri eyrnalokkana því þeir voru uppáhald Díönu. Díana var sjálf með þá á tónleikum í Royal Albert Hall árið 1991.
Kate var mjög glæsileg við hlið eiginmanns síns, en var með uppsett hár, silfraðan augnskugga og húðlitaðan varalit.
Margir sögðu að Kate hefði aldrei verið glæsilegri!