Stúdína í Norður-Karólínuríki hélt að reimt væri í íbúðinni hennar eftir að hlutir fóru að hverfa. Hún fékk áfall þegar hún uppgötvaði að ókunnur maður væri að fela sig í skápnum hennar og klæddist fötunum hennar.
Stúdínan, sem vill láta kalla sig Maddie, fór að trúa því að draugar væru í íbúðinni hennar eftir að fötin hennar fóru að hverfa og furðuleg handarföt fóru að birtast á speglum og veggjum. Fyrir stuttu þó áttaði hún sig á að hún var ekki að eiga við drauga heldur (jafnvel hræðilegra) að það var ókunnur maður sem faldi sig í skápnum hennar og klæddist fötunum hennar.
„Ég heyrði bara skrölt í skápnum mínum. Ég hélt jafnvel að það væri þvottabjörn,“ sagði Maddie í viðtali við Fox8. „Ég spurði: „Hver er þar?“ og einhver svarar: „Ó, ég heiti Drew.“ Ég opna hurðina og þarna er hann – og er búinn að klæða sig í öll fötin mín. Sokkana mína, skóna. Og hann er með poka sem er fullur af fötunum mínum.
Maddie náði að halda ró sinni en hún gengur í háskólann í N-Karólínu/Greensboro, og hún hringdi sem snöggvast í kærastann sinn. Á meðan hann var á leiðinni fór hún að ræða við óboðna skápagestinn og halda honum uppteknum. Hann var meira en til í það. „Hann prófaði húfuna mína. Hann fór inn á baðherbergið og horfði í spegilinn og sagði: „Þú ert svo fallegur, má ég faðma þig?“
Hann snerti þó Maddie aldrei.
Þegar kærastinn kon lét hann Drew fara og hringdi á löggunna. Var hann síðar handtekinn að lokum og kom í ljós að hann var þrítugur maður, Andrew Swofford að nafni.
Var hann í haldi lögreglu gegn lausnargjaldi og ákærður í 14 liðum.
Enn leikur á huldu hvernig Andrew komst inn í íbúðina, því engin merki voru um innbrot. Reynt hefur verið að rannsaka málið. Enn furðulegra er þó að í desember fann hún tvo ókunnuga menn í stofunni sinni. Hún hafði samband við leigufélagið og var skipt um skrár en lögreglu var ekki gert viðvart um þetta atvik.
Maddie finnst hún ekki örugg í íbúðinni þó ráðgátan hafi verið leyst: „Í gær var ég uggandi. Ég svaf með herbergisfélaga mínum, í rúminu hennar. Ég get ekki verið hér. Það er ógeðsleg lykt í skápnum. Alltaf þegar ég fer inní herbergið fæ ég hroll. Ég verð að flytja.“