Stysta hjónaband sögunnar? Hjón sem höfðu játast hvort öðru voru skilin, aðeins þremur mínutum eftir athöfnina.
Brúðguminn hæddist að brúðinni þar sem þau voru á leiðinni í brúðkaupsveisluna. Eftir að hafa sagt „já“ og gengið frá lagalegum atriðum gengu þau út úr dómshúsinu/ sýslumanni þar sem þau létu pússa sig saman, en þá datt brúðurin illa.
Brúðguminn kallaði brúðina „heimska“ og reiddist hún því mjög. Bað hún því dómarann að enda hjónabandið um leið. Samþykkti hann það og voru þau því skilin þremur mínútum eftir að athöfnin hafði átt sér stað.
Q8 News segir frá þessu, en parið sem er frá Kuwait, geta varla hafa talist ganga í hjónaband.
Sagan hefur farið á flug á netinu og margir telja að konan hafi gert hið rétta. Einn skrifaði á Twitter, samkvæmt Daily Mail: „Hjónaband án virðingar er dauðadæmt frá byrjun.“ Annar sagði: „Ef hann hegðar sér svona í byrjun er best bara að fara frá honum.“