Rafretta sprakk í andlitið á manni sem var að prófa að „veipa“ í fyrsta sinn. William Brown var í bílnum sínum þegar hann prófaði rettuna og hún sprakk. Sprengjubrot úr búnaðinum skutust í hálsslagæðina og hindraði blóðflæði til heilans.
William, sem var rafvirki, skreið út úr bílnum og reyndi að fá hjálp, en féll niður á gangstéttinni fyrir utan veipsjoppuna Smoke & Vape DZ í Fort Worth, Texasríki þann 27. janúar síðastliðinn.
Var hann fluttur á spítala John Peter Smith þar sem hann var úrskurðaður látinn tveimur dögum seinna. Dánardómstjóri sagði dánarorsökina vera „sprengingu í rafrettu sem olli skaða.“ Rannsakendur sögðu að rafhlaða rafrettunnar hefðu orsakað sprenginguna.
Móðir Williams segir í viðtali: „Þetta er svo sárt, ég mun aldrei sjá hann vaxa úr grasi. Þetta er svo mikil sóun, allir hlutirnir sem hann hefði getað áorkað. Þetta virðist bara óraunverulegt. Hann var að gera allskonar hluti, 24 ára, og nú er hann farinn.“
Árið 2017 voru 133 tilfelli skráð í Bandaríkjunum einum af völdum rafretta, oftast var um að ræða bruna eða sprengingu á meðan rafrettan var í notkun eða í vasa.
Amma Williams, Alice Brown, sagði að barnabarnið sitt hefði ekki verið reykingamaður og hafði keypt rettuna því hann taldi að hún gæti hjálpað astmanum hans.
Skýrsla varðandi hönnun rafretta segir: „Framleiðendur eiga ekki að setja rafhlöðu sem hefur átt til að springa svo nálægt líkamanum. Það er snertingin milli líkamans og rafhlöðunnar sem er ábyrg fyrir þessum slysum sem við höfum séð.