Leikkonan og heilsufrömuðurinn Gwynteh Paltrow hefur nú verið ákærð fyrir að hafa skíðað á annan skíðamann í Utahríki og olli það honum alvarlegum áverkum.
Svo virðist sem Gwyn hafi verið að „skíða eins og brjálæðingur“ þegar hún rakst á Dr. Terry Sanderson í febrúar árið 2016 í Deer Valley Lodge. Hann fékk áverka á heila og braut fjögur rifbein.
Gwyn (46) er sögð hafa „staðið upp, snúið við og skíðað í burtu,“ eftir því sem Terry segir.
„Hvorki Paltrow né Deet Valley Lodge létu viðbragðsaðila vita um meiðsli Dr. Sanderson,“ stendur í ákærunni. „Þau skildu hann eftir á slysstað og olli honum varanlegum heilaskaða vegna Ms. Paltrow.“
Einnig heldur Terry því fram að skíðaleiðbeinandi Gwyn hafi búið til „falska skýrslu“ og haldið því fram að hún hafi ekki ollið slysinu.
Sanderson ákærir Gwyn fyrir vanrækslu og að hafa ekki veitt tilfinningalegu uppnámi athugli og krefst þriggja milljóna dala í bætur.
Á blaðamannafundi sagði Sanderson að Paltrow „tæki enga ábyrgð“ á gjörðum sínum og hafi aldrei haft samband í þessi þrjú ár frá því að slysið átti sér stað.
Gwyn sagði við Us Weekly: „Málssóknin er algerlega án fordæmis og við teljum að við verðum ekki sakfelld.“