Fatima Ali er látin, 29 ára að aldri, en hún var pakistönsk stjarna og komst langt í matreiðsluþáttunum Top Chef. Lést hún föstudaginn 25. janúar en hún hafði háð baráttu við krabbamein.
Ali hafði verið greind með sjaldgæfa tegund krabbameins, kallað sarkmein Ewings, árið 2017. Snemma árs 2018 var talið að meinið væri horfið en í september sama ár fékk hún þær ömurlegu fréttir að það væri komið aftur. Henni var gefið ár.
Fatima í þætti Ellen fyrir tveimur mánuðum síðan:
Aliza Raza deildi hinum skelfilegu fréttum á Instagram:
„Fatima Ali (Fati kokkur!) og hugrökk barátta hennar við krabbann lauk í dag. Hún var þekkt fyrir að hafa unnið Top Chef, en þó heldur vegna frábærs persónuleika og bráðfyndinnar hnyttni. Þessi ungi kokkur var innblástur margra. Viljið þið biðja fyrir henni og ástvinum hennar. Megi hún hvíla í krafti💔 #cheffati #f**kcancer“