KVENNABLAÐIÐ

Kona rekin á dyr í líkamsræktarstöð fyrir að vera í „of truflandi“ klæðnaði

„Á hvaða öld lifum við eiginlega?“ spyr kona nokkur sem vísað var á dyr í líkamsræktarstöð því hún átti að hafa truflandi áhrif á aðra gesti stöðvarinnar.

Auglýsing

Marny er 22 ára þýskur laganemi og fór hún í ræktina eins og venjulega. Hún var klædd í buxur og topp sem sýndi örlítið af maga hennar. Kvenkyns starfsmaður kom til hennar og sagði: „Þú getur ekki æft í þessu“ og benti á fatnað hennar. Var henni svo tjáð að þetta sem hún væri í hefði truflandi áhrif.

Auglýsing

Marny sagði í viðtali við the Standard: „Hún sagði við mig að ég gæti ekki æft í þessu“ og ég horfði bara á hana því ég skildi ekkert hvað hún átti við. Þá sagði hún við mig: „Þú getur ekki verið í íþróttabrjóstahaldara.“ Svo bætti hún við: „Þjálfarinn segir að þú hafir of truflandi áhrif á aðra gesti stöðvarinnar.“

Marny fór að sjálfsögðu á Twitter með tíðindin og sagði þetta sorglegt:

 

1700 manns líkuðu við póstinn og margir lýstu hneykslun sinni á starfsfólki þessarar ónefndu stöðvar: „Hvað eru karlmenn að láta truflast?? Hafa þeir aldrei séð konu áður?!“ sagði einn. Annar sagði: „Sýnir of mikið hold? Það gæti hafa gengið fyrir 100 árum síðan.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!