„Á hvaða öld lifum við eiginlega?“ spyr kona nokkur sem vísað var á dyr í líkamsræktarstöð því hún átti að hafa truflandi áhrif á aðra gesti stöðvarinnar.
Marny er 22 ára þýskur laganemi og fór hún í ræktina eins og venjulega. Hún var klædd í buxur og topp sem sýndi örlítið af maga hennar. Kvenkyns starfsmaður kom til hennar og sagði: „Þú getur ekki æft í þessu“ og benti á fatnað hennar. Var henni svo tjáð að þetta sem hún væri í hefði truflandi áhrif.
Marny sagði í viðtali við the Standard: „Hún sagði við mig að ég gæti ekki æft í þessu“ og ég horfði bara á hana því ég skildi ekkert hvað hún átti við. Þá sagði hún við mig: „Þú getur ekki verið í íþróttabrjóstahaldara.“ Svo bætti hún við: „Þjálfarinn segir að þú hafir of truflandi áhrif á aðra gesti stöðvarinnar.“
Marny fór að sjálfsögðu á Twitter með tíðindin og sagði þetta sorglegt:
just got kicked out of my gym, because my clothes were to “revealing” (see photo) and were confusing the men in the gym. What century are we in again? So sad. pic.twitter.com/VLreFdLJg4
— mayreads (@may_reads) 22 January 2019
1700 manns líkuðu við póstinn og margir lýstu hneykslun sinni á starfsfólki þessarar ónefndu stöðvar: „Hvað eru karlmenn að láta truflast?? Hafa þeir aldrei séð konu áður?!“ sagði einn. Annar sagði: „Sýnir of mikið hold? Það gæti hafa gengið fyrir 100 árum síðan.“