Rapparinn og kvikindið Chris Brown er enn að þegar kemur að ofbeldi gagnvart konum. Mánudaginn 21. janúar var hann handtekinn í París eftir að hafa verið ásakaður um nauðgun og að hafa fíkniefni undir höndum.
24 ára kona segir Chris hafa ráðist á hana á hótelherbergi hans þann 15 janúar síðastliðinn. Þau höfðu hist á næturklúbbnum Le Christal þar sem hann bað hana að koma með sér á hótelsvítuna ásamt öðrum konum og þremur mönnum.
„Hann er ásakaður um nauðgun og er í haldi lögreglu,“ segir saksóknarinn í málinu. „Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum á mánudag og rannsókn og yfirheyrslur eru í fullum gangi. Konan segir að hún hafi orðið fyrir ofbeldi af Chris, lífverði og vini þeirra þegar hún var skilin eftir ein með þeim. Þrír menn voru handteknir og veittu þeir enga mótspyrnu við handtöku. Þeir hafa nú allir óskað eftir lögfræðingum.“
Chris Brown er nú enn í haldi lögreglu og hafa rannsakendur tvo daga til að ákveða hvort hann verði ákærður og rannsókn sakamáls fari fram.
Fyrir áratug síðan réðst Chris á kærustuna sína, Rihönnu. Hann játaði sök og lauk skilorðsbundnum dómi árið 2015. Árið 2017 sagði fyrirsætan Liziane Guiterrez að Brown hefði kýlt sig í andlitið í Las Vegas, en hann var ekki ´akærður fyrir það athæfi.