KVENNABLAÐIÐ

Millie Bobby Brown ver gjörðir eltihrellirsins í þáttunum „You“

Ef þú hefur séð nýju þættina „You“ á Netflix veistu að persóna Joe Holdberg, sem leikinn er af Penn Badgley, er náungi sem best væri að hafa engin samskipti við. Auðvitað vitum við að kvikmyndir og þættir hafa áhrif, sérstaklega á ungt fólk. Við sjáum að margir telja að Joe í þáttunum „You“ er heillandi, ástfanginn en einnig afskaplega hættulegur eltihrellir og morðingi.

Auglýsing

Millie Bobby Brown, ein aðalstjarna þáttanna „Stranger Things“ lét út úr sér á Twitter (færsla sem nú hefur verið eytt) að henni fyndist ekkert að því að Joe, leikinn af Penn, væri eltihrellir. Hún segir að hann sé „rómantískur“

„Nú, ég var að byrja á nýju þáttunum, You…hann er ekkert ógeðslegur, hann er ástfanginn af henni og allt í lagi. Ókei, ég veit að allir eiga eftir að segja, „já, en hann er eltihrellir, hvers vegna myndirðu styðja það? En þið vitið, hann er ástfanginn. Horfið bara á þættina og ekki hafa skoðun á skoðun minni.“

Auglýsing

Penn Badgley hefur í raun svarað fyrir persónu sína í „You“ og sagt að þetta sé ekki sniðugt – Joe sé í raun hættulegur og ekki heitur.

Þættirnir hafa það að markmiði að láta fólk sjá að slík hegðun er ekki æskileg, allt er gert í nafni ástarinnar en eru í raun brot á öllum mörkum og reglum í mannlegri hegðun.

 

did she just say that stalking someone is okay..? pic.twitter.com/O8Dh2fOYnh

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!