Hún hefur eytt rúmlega sem samsvarar 120 milljónum ISK í lýtaaðgerðir en segir að það hafi orðið henni til bjargar. Klara Lima (28) segist hafa verið eiturlyfjafíkill og haldin anorexíu. Nú er hún búin að breyta sér í hálfgerða „dúkku“ eins og hún segir sjálf og hefur sigrað bæði átröskunina og eiturlyfjafíknina. Hún er þekkt sem Kitana Savage á samfélagsmiðlum og missti báða foreldra sína ung. Hún er frá Tékklandi upprunalega en býr nú í Miami, Flórídaríki.
Klara hefur farið þrisvar í brasilíska rassalyftingu og fjórar brjóstaaðgerðir og vinnur nú sem fyrirsæta og tónlistarkona. Hér ræðir hún um vandamál sín og hvernig hún átti við þau og segir: „Ég var áður mjög háð eiturlyfjum. Ég notaði kókaín til að vera ekki svöng.“