Að fara í fótsnyrtingu er auðvitað dásamlegt, en ekki hafa allir efni á því. Að hugsa vel um fæturnar á sér er ekkert mál – í þessari uppskrift að fótabaði eru einungis tvö innihaldsefni og þú átt þau sennilega bæði í eldhúsinu hjá þér!
Þreyttir og tættir fætur fá heilun og hægt er að losna við dauða húð með þessu fótabaði.
Hér er uppskriftin:
Mjólk: 2-4 bollar
3 msk matarsódi
Aðferð:
Hitaðu mjólkina (ekki láta hana sjóða)
Settu mjólkina í bala og bættu við matarsódanum
Settu fæturnar í baðið og njóttu í 10 mínútur
Eftir baðið skaltu skola af fótunum með volgu vatni og þurrka með hreinu handklæði
Ef þú átt fótakrem er dásamlegt að bera það á eftir meðferðina
Notaðu þetta eins oft og þú vilt og fæturnir verða mjúkir og sléttir!