KVENNABLAÐIÐ

Paris Jackson farin í áfengis- og geðmeðferð

Dóttir poppgoðsins sáluga, Michael Jackson, er nú komin í meðferð vegna andlegra veikinda og áfengisneyslu. Er hún búin að vera þar um hríð, frá því um miðjan desember en hún hefur verið á hraðri niðurleið og stundað sjálfsskaðandi hegðun.

Vinir Parisar hafa haft af henni miklar áhyggjur en hún hefur lengi átt við sjálfsskaðandi hegðun að stríða og misnotað lyf sem og eiturlyf. Hún eignaðist nýjan kærasta, rokkarann Gabriel Glenn, og lokuðu þau sig mikið af. Giskað er á að þau hafi verið í neyslu saman.

Auglýsing

Nú er hún komin í meðferð, en hún var farin að láta á sjá, eins og meðfylgjandi mynd frá 9. desember síðastliðnum sýnir:

paris jj

Einnig hefur hún verið fjarverandi á samfélagsmiðlum frá 14. desember síðastliðnum: „Hún var ekki með fjölskyldu og ættingjum um hátíðarnar,“ sagði vinur hennar í viðtali við Radar. „Margir hafa haft af henni miklar áhyggjur í þó nokkurn tíma.“

Auglýsing

Paris hefur lítið verið í sambandi við fjölskylduna sína: „Paris hefur sagt að þegar hun verður 21 árs ætlar hún að loka algerlega á þau. Hún býr í sínum eigin heimi og vill bara lifa sínu lífi. Það er samt allt niður á við.“

Paris hefur rætt opinskátt um fíkn sína, sjálfvígstilraunir og kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir aðeins 14 ára gömul. Hún hefur oft farið í meðferðir áður: „Hún er orðin ástfangin af rokksenunni í Los Angeles og þar eru vafasamir einstaklingar sem eru dópistar og peningalausir, þeir elska ekkert heitar en að taka ungar, ríkar stelpur og rústa þeim. Það endar aldrei vel,“ segir vinurinn sem er kunnugur þessum heimi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!