Kínversk kona rataði í heimsfréttirnar eftir að hafa verið greind með heilkenni sem veldur því að hún greinir ekki karlmannsraddir, sem eru á lægri tíðni.
Þessi ónefnda kona er frá Xiamen, á austurströnd Kína, og áttaði hún sig á þegar hún vaknaði einn morguninn og gat ekki heyrt neitt sem kærastinn hennar var að segja. Hafði hún fundið fyrir ógleði og suði í eyrunum kvöldið áður en ákvað að sofa á þessu og fór í háttinn. Þegar hún vaknaði næsta morgun var hún í áfalli vegna þess hún sá að hún gat ekki heyrt hvað kærastinn var að segja.
Var farið með hana á spítala þar sem háls-, nef- og eyrnalæknir skoðaði hana og greindi hana með öfugsnúið-halla heyrnarleysi.
„Hún heyrði í mér þegar ég talaði við hana en þegar ungur karlmaður gekk inn gat hún ekki heyrt í honum,“ sagði Dr. Lin Xiaoqing, kvenkyns læknir á Qianpu spítalanum við fréttamenn.
Rannsóknir sýna að slík tegund heyrnarleysi eða að manneskja sé ekki fær um að greina hljóð á lægri tíðni geti hrjáð um einn af hverjum 13.000, en það er erfitt að greina það þar sem hvorki sjúklingurinn né læknirinn getur staðfest að slíkt geti átt s´er stað. Til dæmis geta sjúklingar ekki heyrt þá karlmannsraddir eða suð í ísskáp, þrátt fyrir að það hafi ekki svo mikil áhrif á daglegt líf. Í tilfelli þessarar konu var um mjög alvarlegt tilfelli að ræða, einkum vegna raddanna.
Telur Dr Xiaoqing að heilkennið gæti hafa myndast vegna streitu en konan hafði verið að eiga við síþreytu en hún vann langan vinnudag og svaf lítið. Hún hafði aldrei upplifað erfiðleika með heyrn en læknar telja hana geta fengið fullan bata.
Þangað til þurfa hún og kærastinn að læra fingramál eða bara að nýta sér SMS.