Kvenkyns lífvörður sem hefur vaktað hjónakornin Meghan og Harry mun hætta störfum fljótlega. Hún hefur oftsinnis sést við hlið konunglega parsins en The Sunday Times segir að hún ætli að hætta á næstunni.
Fréttirnar hafa komið illa við Meghan sem hefur fælt burtu afar hæft fólk að undanförnu. Sérstök aðstoðarkona hennar, Melissa Toubati, flúði Kensingtonhöll eftir aðeins sex mánuði. Einkaritarinn hennar, Samantha Cohen, er líka á förum síðar á þessu ári en hún hefur unnið fyrir konungsfjölskylduna í 17 ár.
Heimildarmaður segir um lífvörðinn, sem ekki hefur verið nefnd á nafn, að kollegar hennar lýsi henni sem „frábærri“ og hún er afar mikils metin: „Ólíkt einhverjum sem hefur alist upp í sviðsljósinu og er vanur vernd allan sólarhringinn, getur þetta verið mikið álag. Þrátt fyrir að Meghan hafi verið fræg leikkona, gat hún farið allra sinna ferða. Núna er það ekki hægt, það eru lífverðir allsstaðar og það er afar heftandi fyrir konu eins og hana.“
Nú er Scotland Yard að leita að eftirmanni lífvarðarins.