Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum nota ekki alltaf viðurkenndar aðferðir: Ruby Matthews hefur sagt aðdáendum sínum frá þeirri aðferð sem hún notaði til að halda þyngdinni í skefjum, en hún vegur aðeins 53 kíló. Sagði hún að hún notaði kókaín og sígarettur: „Ég notaði mikið kókaín, ég meina mikið, og svo reykti ég sígarettur. Ég var mikið í óminni og notaði kók.“ sagði hún. „Og þar á milli borðaði ég tapas. Þannig, líf mitt var tapas og kókaín.“
Ruby sagði við aðdáendur að það hefði verið „þokkalega auðvelt“ að fela dópneysluna og óheilbrigt samband við mat: „Margir skildu ekki hvernig ég gæti borðað mat og verið svona grönn. En ég býst við að það sé auðvelt að fela fíkn. Hvort sem það er fíkn, þunglyndi eða kvíði.“
Sagði hún að lífsstíll hennar sé ekki neitt öðruvísi frá öðrum áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. „Ég þarf að fara varlega með hvað ég segi hérna en í fyrirsætu- og áhrifavaldabransanum elska allir slagið [af kóki].“ sagði Ruby sem er 25 ára: „Þannig heldur fólk sér í formi…þannig hélt ég mér í formi.“
Nú er Ruby tveggja barna móðir og hefur bætt á sig þyngd og er hún ánægð með það.
Marissa Meshulam, næringarfræðingur, sagði við Yahoo Lifestyle að áhrifavaldar þurfi að vera varkárir, því það sem þeir gera gæti haft afar slæm áhrif á fylgjendur: „Hlutverkið sem þeir spila í lífum fylgjenda er mikið og svona lífsstílsákvarðanir eru ógnvænlegar. Fólk horfir á þetta fólk og vill líkjast því, það heldur að það geti apað eftir.“
„Það getur vel verið að Ruby hafi verið grönn á þessum kúr, en við getum sennilega öll verið sammála um að það er ekkert heilbrigt við hann.“