KVENNABLAÐIÐ

Náungi reynir að bjarga hjónabandinu með húðflúri sem tiltekur misgjörðir hans

Ef þú klúðrar hjónabandinu þínu og ætlar að reyna að vinna traust makans er tattoo með misgjörðum þínum sennilega ekki besta hugmyndin. Eiginmaður nokkur áttaði sig á þessu eftir að hafa tattúverað brjóstið á sér á dögunum, en myndin fór á flug á netinu.

Auglýsing

Hann heitir Jose L. Torres og er áætlað að hann sé frá Houston í Texasríki. Hann vildi sumsé sanna fyrir konu sinni að hann væri áræðinn að breyta sínum skelfilegu háttum með því að fá það í bleki á bringuna.

Í afsökun/játningu sem er er staðsett frá geirvörtu – til geirvörtu stendur að hann sé „lygari,“ „framhjáhaldari“ „stjórnandi“ og fleira. Því miður fyrir Torres og blekmeistarann var hann ekki nægilega góður í stafsetningu þannig margt af þessu var skrifað rangt.

tatttt

Blekmeistarinn sagði að enska væri ekki tungumál hans þannig það væri viðskiptavinarsins að sjá um að þetta væri rétt. Hvernig gat hann samt gert svo hræðilegt húðflúr á einhvern? Hann sagðist hafa spurt hann margsinnis áður en af varð hvort hann væri sannfærður um að þetta væri í lagi en maðurinn var ákveðinn.

Auglýsing

„Hann sagðist bara vera viss, því hann hefði klúðrað hlutum og vildi sanna að hann gæti breytst, “ sagði hann. „Meira að segja eftir að ég byrjaði spurði ég hann aftur og aftur,“ sagði húðflúrmeistarinn.

Twitter brást auðvitað við þessu glapræði:

„Hann ætti að fara að spara fyrir leyser til að fjarlægja þetta OG skilnaðinn, því hann var að samþykkja bæði,“ sagði einn.

„Ég veit þau eiga eftir að njóta stundanna saman  ef þau fara saman á ströndina eða í laugarpartý,“ sagði annar.

„Seinni konan hans á eftir að elska þetta,“ sagði einn annar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!