KVENNABLAÐIÐ

Kevin Spacey skipað að halda sig fjarri fórnarlambi sínu fyrir dómi

Leikarinn alræmdi, Kevin Spacey, kom fyrir rétt í dag í Nantucket í þvældum gráum jakkafötum. Þurfti hann að bera vitni vegna ásakana um kynferðislega áreitni á hendur honum af dreng sem var bara táningur á þeim tíma.

Auglýsing

Kevin (59) er ákærður fyrir að hafa ráðist kynferðislega á 18 ára hjálparsvein á veitingahúsi og káfað á honum. Gerðist þetta fyrir tveimur sumrum síðan á Club Car.

Áður en hann mætti í dómssal í Nantucket, Massachusetts, þar sem atvikið átti sér stað beið hann í einkaflugvélinni sinni í um klukkutíma. Svo kom grár jeppi frá saksóknara til að sækja hann.

Auglýsing

Dómarinn Thomas Barrett skipaði Spacey að halda sig frá og hafa ekkert samband við ungmennið: „ Ef þú ert ákærður fyrir annað á meðan þetta mál er opið getur þú farið í fangelsi í 90 daga,“ aðvaraði Thomas Kevin, sem vildi ekki tjá sig en samþykkti með höfuðhreyfingu.

Auglýsing

Lögfræðingur Spacey, Alan Jackson bað um að fá að sjá Snapchat myndbandið sem drengurinn tók, sem á að sýna Kevin grípa í hann. Sést ekkert á myndbandinu annað en hönd á maga einhvers. Kallaði lögfræðingurinn gögnin ákæruhreinsandi: „Ég vil sjá þessum gögnum eytt.“

Kallað verður eftir áheyrn þann 4. mars næstkomandi en Kevin þarf ekki að mæta.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!