KVENNABLAÐIÐ

Ég hitti kærastann minn 12 árum eftir að ég eignaðist barn með honum

Þegar Jessica Share keypti sæði í sæðisbanka til að stofna fjölskyldu ímyndaði hún sér aldrei að meira en áratug seinna myndi hún hitta sæðisgjafann – og verða afar heilluð.

Jessica segir sögu sína hjá BBC:

Árið 2005 fæddi ég elstu dóttur mína. Ég varð fyrsta lesbíska foreldrið sem ég vissi um. Þetta var í mið-Bandaríkjunum og einu lesbíurnar sem ég vissi um höfðu eignast börn í fyrrum gagnkynhneigðum samböndum. Kærastan og ég – við þurftum að byrja frá grunni.

Síðan við hittumst óskuðum við þess heitast að eignast börn saman. Við vildum eignast fjögur. Næsta skref var erfiðara.

Kærastan mín stakk upp á að mágur hennar hjálpaði okkur. Hann var móttækilegur fyrir hugmyndinni, en þar sem ég hafði lært lög um réttindi samkynhneigðra vissi ég að það væri erfitt að eignast barn með þekktum sæðisgjafa. Ef mæður féllu frá myndu börnin vera fjarlægð af heimilinu og sett í umsjá manna sem þau þekktu sjaldnast.

kær2

Auglýsing

Sem betur fer uppgötvuðum við sæðisbanka sem sendi heim að dyrum. Læknar undirskrifuðu pappíra sem komu í veg fyrir að sæðisgjafinn gæti haft möguleika á að reyna að fá forræði yfir þeim börnum sem hann hjálpaði til við að skapa.

Þar sem ég var að skrifa doktorsritgerðina gekk ég með fyrsta barnið. Ég og þá – eiginkona mín –  fundum sæðisgjafa og kusum einhvern sem var meðalhæðar – og meðalvigtar, hann hafði stundað bókmenntir, hafði liðað dökkt hár og var hrifinn af íþróttum. Starfsheiti hans var: Rithöfundur, tónlistarmaður og leigubílsstjóri. Ég og konan mín ímynduðum okkur að hann væri að neita skrifstofustarfi og þess í stað keyrði hann leigubíl til að safna sögum, tilbúinn að skrifa metsölubók.

Það voru fáar aðrar upplýsingar um sæðisgjafann, fyrir utan heilsufarsupplýsingar. Við sáum aldrei neina mynd.

Að verða ólétt heima hjá mér var heillandi heimatilraun sem ég tók mjög alvarlega. Sæðið sem við fáum gæti passað í hálft lok af varasalva og kemur í tanki sem fylltur er af nítrógeni.

kær3

Þú þarft að nota hanska til að taka litla glasið sem á að hitna í hendinni til líkamshita. Í apótekinu færðu pínulitla sprautu til að sæða. Þar sem sýnin hafa verið frosin eru þau ekki eins fersk og í raun og veru. Lífgað sæði lifir bara í einn dag. Ef egg er ekki að bíða, deyr það.

Að ná sæðinu að egginnu varð að mánaðarlegri helgiathöfn. Ég reyndi að sæða mig tvisvar í þeirri von að egg væri að bíða. Það tekur fimm tíma að synda í átt að leginu. Ég lærði þetta, ásamt öllu því sem ég gat fundið sem fræddi mig um gjafasæði til að verða ólétt.

Sjö mánuðum seinna varð ég ófrísk og ég og konan mín vorum í skýjunum.

kær4

Ég sagði afa mínum og ömmu að við ættum von á barni. Amma mín sagði: „Ó, það er von á því í júní!” og afi minn spurði margra spurninga varðandi sæðisgjöfina.

Við hugsuðum ekkert um sæðisgjafann þar sem við töldum að við myndum aldrei hitta hann. Konan mín var á móti þeirri hugmynd að börnin fengju að kynnast honum – henni fannst bara að ást hefði búið til þessa fjölskyldu og ég var sammála. Við lásum samt fullt af bókum honum til heiðurs.

Þegar Alice fæddist var hún fullkomin. Við vorum svo heillaðar að við ætluðum að klóna þessa ótrúlegu veru sem fæddist fyrir tilstuðlan ástar okkar. Við pöntuðum sæði frá sama gjafa og endurtókum ferlið. Konan mín fæddi aðra dóttur þegar Alice var 18 mánaða.

Stelpurnar deildu sömu eiginleikum. Ég vissi hvernig ég og konan mín litum út sem börn og við skemmtum okkur við þetta: Stelpurnar voru svipaðar, álíka stórar en þær voru báðar mjög hávaxnar, þrátt fyrir að gjafinn hafði sagst vera í eðlilegri stærð. Báðar höfðu þunnar varir og langa munna, leiftrandi augu sem litu út eins og gimsteinar og þær höfðu frábæran orðaforða.

Þegar stelpurnar voru eins og þriggja sagðist konan mín vilja enda hjónabandið. Það höfðu ekki verið neinar deilur þannig ég var í sárum og í áfalli. Hún vildi ekki tala um það og sagði að ekkert væri hægt að gera til að laga hjónabandið.

Ég var með stelpurnar fimm daga í viku í nokkur ár. Þegar Alice var 10 ára blokkaði fyrrverandi hana í símanum og vildi ekkert samband hafa við hana. Eftir frí vildi hún ekki skila yngri systurinni. Þetta er enn þannig í dag.

Auglýsing

Enginn úr hennar fjölskyldu hefur haft samband við Alice í dag – í tvö ár. Engar kveðjur frá frændum, frænkum, ömmu og afar. Alice hugsar daglega og dreymir um systur sína sem hún var alin upp með og óttast að sjá hana aldrei aftur.

Alice veit betur en flestir krakkar að fjölskylda er ekki eitthvað sem búið er til með skyldleika eða sé þvingað. Að vera foreldri neyddi ekki mömmu hennar til að vera hjá henni.

kær5

Samt sem áður hefur Alice hugsað um sína forfeður. Móðir mín sagði henni frá ættinni hennar og hún vildi vita meira. Amma hennar gaf henni því DNA sett í jólagjöf þegar hún var 11 ára.

Niðurstöðurnar komu átta vikum seinna. Ég fór á vefsíðuna og hélt að ekkert myndi koma út úr því.

Fyrsta sem ég las var: „Aaron Long 50%. Faðir.” Og „Bryce Gallo: 25%. Hálfbróðir.”

Ég vissi að þetta gæti gerst en það virtist ekki líklegt. Ég leitaði að Aaron á netinu til að sjá hvað ég gæti fengið að vita um hann. Það eru margir Aaron Long í heiminum og ég fór á stjá til að sjá hvort ég gæti fundið þennan „eina sanna.”

Dagsetning sæðisins var árið 1994 þannig það hjálpaði til við að útiloka annað. Það var bara einn með mastersgráðu í bókmenntum á réttum aldri með þessu nafni. Á myndinni var hann í ólífugrænum túrban og var að blása í básúnu. Hann sagðist búa í Seattleborg og væri rithöfundur og tónlistarmaður.

Ég skoðaði myndir af honum. Það var enginn vafi í mínum huga. Stelpurnar mínar grettu sig eins!

Ég skrifaði honum skilaboð á DNA prófunar-síðunni: „Hæ Aaron, ég á tvær dætur sem eru sennilega þínar (mín fyrrverandi er með yngri dótturina, þannig hún er ekki í prófun). Ef þú hefur áhuga á að skiptast á fjölskyldumyndum erum við til í það.”
ég vissi ekki hvort hann hafði áhuga á að skrifa til baka en hann sendi 50 blaðsíðna ritgerð um líf sitt. Hann hafði eytt síðustu árum í hljómsveit í bæ þar sem ég bjó. „Hversu oft hef ég gengið framhjá honum í búðinni?” hugsaði ég.

Ég skrifaði Bryce einnig en hann var nýútskrifaður úr menntaskóla. Hann sagði mér að hann hefði fundið Madi, 19 ára hálfsystur sína, og hafði einnig verið í sambandi við aðra foreldra. Hann sagði mér að Aaron ætti sex börn, mín væru númer 7 og 8. Bryce sagði mér einnig að hann hefði verið alinn upp með litlu systur sinni, kannski Madi sem var einkabarn. Ég spurði hann hvort hann hefði áhuga á að hafa samband við Alice?

kær10

Alice þurfti að vera sannfærð áður en hún hefði samband við Aaron og hún var ekki mjög spennt. Hún var líka að syrgja sambandið við systur sína. Ég reyndi að segja henni að hún hefði sérstakt hlutverk, að passa upp á þetta samband við þetta fólk og hugsa um systur sína. Hún vildi samt helst hafa hana hjá sér

Nokkrum mánuðum seinna vildu Bryce og Madi hitta Aaron í Seattle. Alice hafði áhuga á að hitta þau líka og vita hvort Aaron líktist henni. Ég samþykkti það.

Aaron hélt smá partý þar sem hann bauð allskonar fólki, nágrönnum og vinum úr skóla. Fyrrverandi kærustum og börnum þeirra var einnig boðið. Þau tjölduðu öll á húsþaki og fögnuðu því að hitta líffræðileg afkvæmi hans. Ég lærði fljótt að Aaron hefur alltaf samband við alla sem hann hefur kynnst.

Við fórum í skrúðgarðinn, lékum leiki og fórum á listasýningar.

Bryce, Madi og Alice urðu bestu vinir. Þau fóru saman út að borða og fengu sér pizzu og ís.

Ég hafði verið að hitta mann í nokkur ár og hann hét einnig Aaron. Hann grínaðist með að það hefði verið ruglingur á nöfnum og kærustum en ég var bara hlutlaus. Ég var í sambandi og vissi að sem sæðisgjafi væri Aaron hluti af mínu lífi en ekki endilega neitt náið. Ég vildi ekki eyðileggja neitt fyrir Alice.

Ég og Aaron hættum svo saman og ég hugsaði mikið um ef börnin hefðu minn persónuleika og hvort Seattle væri rétti staðurinn fyrir okkur. Aaron var mjög almennilegur og þar sem hann var í svo góðu sambandi við sínar fyrrverandi ákvað ég að láta á það reyna, mér fannst það öruggt.

Eitt kvöldið fórum við í göngutúr um hverfið og settumst niður í kirkjugarði. Við töluðum um DNA, krakkana og draumana okkar.

kær7

Þegar gagnkynhneigt fólk hittist og giftir sig horfir það oft til hversu tengd þau eru og vilja búa til börn. Ég hef nú þegar eytt áratug í það. Ég talaðu um þetta við Aaron. Ég þekkti hann og vissi hann væri mjög ástríkur. Hann var nú þegar fjölskylda á margan hátt. Mér fannst ég þekkja hann, hann var svo líkur dætrum mínum.

Jessica segir að sæðisgjafinn sem hún eignaðist börnin með standi hjarta hennar nær: „Ég veit ekki hvort DNA spilar þátt í þessu. Ég veit ég dregst að honum af mörgum ástæðum. Hann er hugulsamur, þrjóskur og hugsar á akademískan hátt. Hann elskar orð. Hann hefur mikla samúð og segir ótal sögur á degi hverjum. Honum er sama til hvers fólk ætlast af honum. Hann spilar eigin tónlist, á trommurnar sínar. Stundum í túrban.

Hver telur að leigubílsstjóri sem semur eigin tónlist sé afskaplega góður til undaneldis?”

 

Ég og Alice fluttum til Aarons sumarið 2017. Þetta er stór íbúð og flest börnin komast þar fyrir. Madi sem er frá austurstöndinni flutti einnig inn.

Heimildarmynd var gerð um Aaron og börnin sem kallast Forty Dollars A Pop, og var hún gerð áður en Jessica og Aaron urðu par.

kær0

Jessica segir:

Ég áttaði mig fljótlega á að sem móðir myndi ég glöð taka að mér hálfsystkini og búa til hádeisverð fyrir þau, þvo af þeim og vera mamma þeirra það sem eftir er. Þau eru ekki mín og ég er ekki foreldri þeirra en þau líkjast Alice. Þau eru öll lík. Öldruð móðir Aarons hefur einnig flutt inn með köttinn sinn, Bill. Að hugsa um svo marga og verða fjölskylda gerir mig svo þakkláta.

DNA er mjög mikilvægt og mikilvægara en áður, þegar ég var að velja sæðisgjafa á síðu. Samt hefur þetta ferli ekki dregið úr trú minni á fjölskylduna. Það hefur styrkt hana ef eitthvað er. Að vera opinn fyrir þessu byggir á ást, ekki erfðum. Það er pláss fyrir ást í alls konar samböndum.

 

Enginn veit hversu mörg börn Aaron á – þau gætu verið allt að 67! Við gætum lent í vandræðum með plássið í húsinu, en hurðin er alltaf opin.

kærost

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!