Eplasafaedik er til margra hluta nytsamlegt fyrir heilsuna. Það getur hjálpað til við ýmsa kvilla, s.s. þyngdartap, andoxun og jafnvel hiksta!
Einnig má nota það til að hvítta tennur eða næra hár. Fyrir utan það má nota eplasafaedik í heimilisþrifin.
Í eplasafaedikinu er hátt hlutfall edikssýru, magnesíums, ensíma, meltingargerla og kalíums. Það getur eytt slæmum bakteríum og aukið þær góðu.
Hér eru tíu ástæður fyrir því að þú ættir að nota eplasafaedik á hverjum degi!
Melting og þyngdartap
Í rannsókn sem birt var í Journal of Diabetes Care, þótti sannarð að eplasafaedik hjálpar til við þyngdartap og minnkar sykurlöngun. Það er líka afar gott við andoxun líkamans. Í annarri rannsókn var sagt að edikssýran minnkar fitu í músum um 10%.
Hárnæring
Þú getur blandað einni matskeið af eplasafaediki við bolla af vatni og notað í stað hárnæringar þrisvar í viku. Hárið verður glansandi og mjúkt.
Hvíttun tanna
Settu smá eplasafaedik á fingurnar og nuddaðu tennurnar varlega með því. Skolaðu svo með vatni. Hátt pH gildi ediksins fjarlægir bletti á náttúrulegan hátt.
Bjúgur
Eplasafaedik eykur magasýrurnar og bætir þannig meltingu. Dr. Raphael Kellman, sem stofnaði Kellman Center for Functional and Integrative Medicine í New York, segir að eplasafaedikið melti matinn í smáþörmunum. Ef meltingin er hæg hjá þér er ráð að prófa eplasafaedik og sjá hvað það gerir líkamanum.
Vítamín og steinefni
Raphael Kellman segir að ef þú ert með „latt” meltingarkerfi framleiði það ekki nægilega sýru. Þá eigi það í erfiðleikum með upptöku næringarefna á borð við B6, kalk, járn og fólat. Gott ráð er að nota eplasafaedik á salatið þitt!
Lækkun blóðþrýstings
Í rannsóknum á dýrum má sjá að eplasafaedik lækkar blóðþrýsting. Þrátt fyrir að ekki hafi það verið sannreynt á manneskjum er það góð vísbending.
pH gildi
Eplasafaedik stillir líkamann af og einnig pH gildið. Einnig styrkir það beinin.
Svefn
Eplasafaedik framleiðir serótónín og tríptófan sem eykur svefngæði.