Söngdívan Britney Spears hefur nú aflýst mörgum tónleikum árið 2019 því faðir hennar Jamie Spears berst fyrir lífi sínu. Britney upplýsti aðdáendur um þetta á Instagram í dag, þann 4. janúar 2019, að faðir hennar Jamie (66) var næstum látinn fyrir tveimur mánuðum síðan: „Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að hefja þetta, þetta er svo erfitt fyrir mig að segja þetta. Ég mun ekki koma fram á nýju sýningunni minni Domination,” segir Britney við aðdáendur sína.
Heldur hún áfram: „Ég er búin að hlakka svo til þessarar sýningar og sjá ykkur allt þetta ár, þannig þetta brýtur í mér hjartað. Samt sem áður á maður alltaf að setja fjölskylduna í fyrsta sæti…og það er ákvörðun sem ég varð að taka. Fyrir tveimur mánuðum var pabbi lagður á spítala og lést næstum því. Við erum öll svo þakklát að hann hafði það af, en það er mikil vinna framundan.“
Segist poppstjarnan ætla að beina allri sinni athygli og orku að bata föður síns.
Jamie var lagður inn á Sunrise spítalann í Las Vegas í nóvember, en hann undirgekkst neyðarskurðaðgerð því ristill hans „sprakk.“
Var hann í 28 daga á spítalanum. Hann hefur síðan verið heima og er búist við að hann nái sér að fullu.
Tónleikagestir fá miða sína endurgreidda.
Faðir Britneyjar hefur átt stóran þátt í velgengni hennar, sérstaklega þegar hún brotnaði niður á eftirminnilegan hátt árið 2008 og rakaði af sér hárið.
„Jamie hefur fórnað svo miklu fyrir dóttur sína þannig hún hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hann varð veikur. Fjölskyldan skiptir hana öllu máli. Hún getur ekki ímyndað sér lífið án hans,“ segir vinur söngkonunnar.