KVENNABLAÐIÐ

Britney Spears aflýsir fjölda tónleika vegna föður hennar sem er í lífshættu

Söngdívan Britney Spears hefur nú aflýst mörgum tónleikum árið 2019 því faðir hennar Jamie Spears berst fyrir lífi sínu. Britney upplýsti aðdáendur um þetta á Instagram í dag, þann 4. janúar 2019, að faðir hennar Jamie (66) var næstum látinn fyrir tveimur mánuðum síðan: „Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að hefja þetta, þetta er svo erfitt fyrir mig að segja þetta. Ég mun ekki koma fram á nýju sýningunni minni Domination,” segir Britney við aðdáendur sína.

Auglýsing

Heldur hún áfram: „Ég er búin að hlakka svo til þessarar sýningar og sjá ykkur allt þetta ár, þannig þetta brýtur í mér hjartað. Samt sem áður á maður alltaf að setja fjölskylduna í fyrsta sæti…og það er ákvörðun sem ég varð að taka. Fyrir tveimur mánuðum var pabbi lagður á spítala og lést næstum því. Við erum öll svo þakklát að hann hafði það af, en það er mikil vinna framundan.“

Auglýsing

View this post on Instagram

I don’t even know where to start with this, because this is so tough for me to say. I will not be performing my new show Domination. I’ve been looking forward to this show and seeing all of you this year, so doing this breaks my heart. However, it’s important to always put your family first… and that’s the decision I had to make. A couple of months ago, my father was hospitalized and almost died. We’re all so grateful that he came out of it alive, but he still has a long road ahead of him. I had to make the difficult decision to put my full focus and energy on my family at this time. I hope you all can understand. More information on ticket refunds is available on britneyspears.com. I appreciate your prayers and support for my family during this time. Thank you, and love you all… always.

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on

Segist poppstjarnan ætla að beina allri sinni athygli og orku að bata föður síns.

Jamie var lagður inn á Sunrise spítalann í Las Vegas í nóvember, en hann undirgekkst neyðarskurðaðgerð því ristill hans „sprakk.“

Var hann í 28 daga á spítalanum. Hann hefur síðan verið heima og er búist við að hann nái sér að fullu.

Tónleikagestir fá miða sína endurgreidda.

Faðir Britneyjar hefur átt stóran þátt í velgengni hennar, sérstaklega þegar hún brotnaði niður á eftirminnilegan hátt árið 2008 og rakaði af sér hárið.

„Jamie hefur fórnað svo miklu fyrir dóttur sína þannig hún hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hann varð veikur. Fjölskyldan skiptir hana öllu máli. Hún getur ekki ímyndað sér lífið án hans,“ segir vinur söngkonunnar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!