Eirðarleysi og atvinnuleysi veldur því að æ fleiri ungmenni í Zimbabwe, Afríku, leitar í ólöglega hóstasaft sem inniheldur kódein. Áætlað er að um helmingur ungs fólks sé háð efninu. Engin meðferðarúrræði eru til staðar á vegum stjórnvalda, enda landið enn í rúst eftir ógnarstjórn Mugabe sem fór frá árið 2017. Í myndbandinu má sjá ungmenni sem neyta efnisins sem og þau sem náð sér hafa upp úr ástandinu.
Auglýsing