Flestir eru meðvitaðir um að dauðinn er óumflýjanlegur. Hvort sem hann tekur náinn ættingja eða þú berst fyrir lífi þínu er aldrei einfalt að horfast í augu við dauðann upp á sitt einsdæmi.
Sem betur fer þurfa flestir að hugsa um slíkt bara síðar í lífinu. Á efri árum. Aðrir fyrr. Holly Butcher var ein af þeim. Hún fékk illkynja krabbamein aðeins 27 ára gömul og fór því að hugleiða andlátið af mikilli alvöru. Hún ákvað að skrifa sitt hinsta bréf áður en hún kvaddi þennan heim og póstaði þessu hjartnæma bréfi á Facebook þann 3. janúar 2018, deginum áður en hún dó.
Holly samdi bréf sólarhring áður en hún féll frá, umkringd fjölskyldu sinni. Nú eru skilaboð hennar í hávegum höfð víða og flestir eru sammála um að þau séu afar hjartnæm.
Svona byrjar hún bréfið:
Það er skrýtið að átta sig á og takast á við dauðleika sinn þegar þú ert 26 ára. Það er svo sannarlega eitthvað sem þú vilt hunsa. Dagarnir koma og fara og þú bara býst við að þeir haldi áfram að koma; þar til hið óvænta gerist. Ég bjóst alltaf við að ég myndi verða gömul, hrukkótt og grá, en bara af því að ég hugsaði svo mikið um fallegu fjölskylduna mína (mikið af krökkum) sem ég ætlaði að eignast með ástinni í lífi mínu. Ég þráði þetta svo heitt að þegar ég hugsa um það verkjar það.
„Þetta er málið með lífið; Það er viðkvæmt, dýrmætt og óútreiknanlegt og hver dagur er gjöf, ekki réttur manns. Ég er 27 ára núna. Ég vil ekki fara. Ég elska líf mitt. Ég er hamingjusöm…ég skulda mínum nánustu það. En stjórnin er ekki í mínum höndum.
Ég hef ekki byrjað á „þessum skilaboðum áður en ég dey“ áður, þannig ég hræðist dauðann – mér líkar sú staðreynd að við erum flest fáfróð hvað það varðar. Þetta er ekki „taboo“ umræðuefni sem mun aldrei koma fyrir nokkurt okkar. Það hefur reynst erfitt.
Ég vil bara að fólk hætti að hafa svona miklar áhyggjur af litlum, óþarfa áhyggjum í lífinu og reyni að muna að við munum öll upplifa þessi sömu örlög, sama hvað þið gerið. Reynið að njóta tímans til að finnast þið verða verðug og frábær, mínus allt bullið!
Ég hef sett ýmsar hugsanir hérna niður þar sem ég hef haft mikinn tíma að hugsa undanfarna mánuði. Að sjálfsögðu er það um miðja nótt þegar þessar óstjórnlegu hugsanir poppa upp í hausinn hvað oftast!
Þessar stundir þegar þú ert að kvabba yfir fáránlegum hlutum (sem ég hef mikið tekið eftir undanfarna mánuði), hugsaðu þá um þann sem á við raunverulegt vandamál að stríða. Verið þakklát fyrir smávægileg vandamál og komist yfir þau. Það er allt í lagi að viðurkenna að sumt er pirrandi en reynið að halda því ekki til streitu og hafa neikvæð áhrif á daga fólksins í kringum ykkur.
Um leið og þú gerir það, andaðu djúpt að þér loftinu, sjáðu hversu blár himininn er og hversu græn tréin eru, vá hvað þetta er fallegt. Hugsaðu um hversu heppin/n þú ert að geta gert þetta – bara að anda.
Þú gætir hafa lent í umferðarteppu í dag eða sofið illa því yndislegu börnin þín héldu þér vakandi eða hárgreiðslumeistarinn klippti hárið á þér of stutt. Gervineglurnar gætu hafa brotnað, brjóstin eru of smá, þú ert með appelsínuhúð á rassinum eða maginn er í keppum.
Láttu þetta drasl fara lönd og leið…ég sver, þú munt ekki pæla í þessu þegar þú átt að fara. Þetta er SVO ómerkilegt þegar þú horfir á lífið í heild. Ég er að horfa á líkama mínn eyðast fyrir framan augun á mér og það er ekkert sem ég get gert og mín eina ósk er sú að ég geti haldið upp á einn annan afmælisdag eða jól með fjölskyldunni, eða einn dag í viðbót með makanum eða hundinum mínum. Bara einn í viðbót.
Ég heyri fólk kvarta yfir því hversu erfið vinnan er eða ræktin – vertu þakklátur að þú getir stundað hvoru tveggja. Vinna og ræktin virðast smávægilegir hlutir…þar til þú getur ekki stundað þá.
Ég reyndi að lifa heilbrigðu lífi, í raun var það meginmarkmið mitt. Þú ættir að læra að meta góða heilsu og að þú búir í líkama sem virkar – þrátt fyrir að hann sé ekki í þeirri stærð sem þú óskar. Hugsaðu um hann og fagnaðu því hversu dásamlegur hann er. Hreyfðu hann og nærðu með ferskum matvælum. Hættu að vera með þráhyggju gagnvart honum.
Mundu að það eru atriði varðandi góða heilsu og andlega…reyndu þitt allra besta að finna andlega og tilfinningalega hamingju einnig. Þannig sérðu hversu fáránlegur samfélagsmiðlalíkaminn er… Eyddu öllu úr fréttaveitunni þinni sem lætur þér líða illa með þig sjálfa/n. Vinur eða ekki – berstu fyrir þinni eigin hamingju.
Vertu þakklát/ur fyrir hvern dag þú ert verkjalaus og meira að segja þá daga sem þú ert veik/ur með flensu, veikt bak eða snúinn ökkla, játaðu að það sé ömurlegt en þakkaðu fyrir að það muni ekki heimta líf þitt í kjölfarið!
Hættið að væla, fólk! Og hjálpið hvort öðru meira. Gefa, gefa, gefa. Það er rétt, þú öðlast meiri hamingju að gera meira fyrir þá en þig sjálfa/n. Ég vildi að ég hefði gert meira af þessu.
Síðan ég veiktist hef ég hitt ótrúlegasta, óeigingjarnasta fólk og hef fengið að hitta og fengið falleg og ástrík skilaboð frá fjölskyldu, vinum og ókunnugum; Meira en ég gæti nokkurn tíma gefið til baka. Ég mun aldrei gleyma þessu og ég er er þakklát, eilíflega þakklát.
Það er skrýtið að hugsa til þess að eiga pening til að eyða þegar maður deyr. Þetta er ekki tíminn til að kaupa eitthvað nýtt…sem lætur mann svo leiða hugann að hversu fáránlegt það sé að eyða svo miklum pening í ný föt og drasl í lífinu. Kauptu eitthvað fyrir vini þína í stað nýrra fata. Öllum er sama þótt þú klæðist fötunum tvisvar!
Bjóddu vinum þínum út að borða eða eldaðu mat fyrir þá heima. Kauptu fyrir þá lifandi plöntu, kerti eða sendu þá í nudd…bara láttu þá vita að þú elskir þá.