Þegar þú ert að ferðast og gista á hótelum þarftu að vita um þessa leið sem því miður margir hafa þurft að reyna með ömurlegum afleiðingum. Vinsamlegast lesið vel og takið þessu alvarlega.
Þú kemur á hótelið þitt og tékkar inn í lobbýinu. Að venju biður starfsmaður í móttöku um kreditkortanúmerið þig. Þú gefur honum það og hann heldur kortinu ekki eftir. Þú ferð inn á herbergið og kemur þér fyrir….allt er eins og best er á kosið. Svo færðu hringingu.
Sá sem er í símanum biður um herbergi nr. 620 (og það er þitt herbergi). Þú svarar símanum og þar er sagt: „Þetta er hótelmóttakan. Þegar þú varst að tékka þig inn lentum við í vandræðum með kreditkortaupplýsingarnar sem þú lést okkur hafa. Vinsamlega lestu aftur fyrir mig númerið og þrjár öryggistölur á bakhlið kortsins.“
Það sem þú þarft að vita er: Þetta er ekki hótelmóttakan! Þetta er einhver sem hringir utan hótelsins. Hvort sem þeir hafa fylgst með þér fá númerið á herberginu eða þeir hringja án þess að vita nokkuð, skaltu ALLTAF segja að þú farir niður í lobbýið og látir það hafa upplýsingarnar. Ekki gefa neinar upplýsingar í gegnum símann.
Farðu svo niður í lobbý og spurðu hvort það hafi raunverulega verið vandi með kortið þitt. Ef það var ekki svo, talaðu við hótelstjórann og segðu honum frá atvikinu.
Þetta er viðvörun því fjöldinn allur af ferðamönnum hefur lent í þessu að undanförnu! Vinsamlega deilið með fjölskyldu og vinum!