KVENNABLAÐIÐ

Leggðu debetkortinu! – Forðumst að nýta þjónustu bankanna

Haukur Hilmarsson skrifar: Ef við viljum betri kjör í bönkunum þá þurfum við fyrst að minnka viðskiptin við þá. Við tökum eins mikið út af peningum og við getum til að staðgreiða alla okkar daglegu neyslu. Svo forðumst við alla þjónustu sem þeir taka gjöld fyrir.

Á ársgrundvelli er samfélagið að greiða þeim hundruði milljóna króna fyrir eitthvað sem við getum gert sjálf en erum of löt til að framkvæma.

Bankarnir vilja geyma launin okkar og rukka gjöld. Við eigum að hafa áhrif þar sem við getum það.
Leggðu debetkortinu og taktu út launin þín. Umslagakerfið getur hjálpað þér.

Auglýsing

Umslagakerfið er gömul og margreynd hugmynd. Hún snýst um að dreifa eyðslupeningum okkar (ráðstöfunarfé) í umslag fyrir hverja viku mánaðarins. Umslagakerfið er áhrifamikil leið til að minnka neyslu og ná tökum á skipulaginu. Umslagakerfið er síðan mikilvægt aðhald inn í fjárhagslega framtíð okkar.

Umslagakerfið er einfalt. Þegar við höfum greitt allar fastar greiðslur og skuldbindingar þá eigum við eftir ráðstöfunarfé, peninga sem við getum notað í mat og aðrar þarfir í mánuðinum. Við tökum ráðstöfunarféð og skiptum því jafnt niður í fjögur umslög.

Auglýsing

Dæmi:

  • Ef við eigum 100.000 krónur til ráðstöfunar þá setjum við 25.000 krónur í hvert umslag.
  • Ef við eigum 30.000 krónur þá setjum við 7500 krónur í hvert umslag.

Umslag númer eitt er þá með þann pening sem nota má þá vikuna í ÖLL útgjöld. Umslag númer 2 notast í viku tvö og svo koll af kolli.

  • Til að auka peninginn í hverju umslagi þarf að auka mánaðarlegar tekjur, greiða hraðar niður skuldbindingar, eða fækka föstum greiðslum.
  • Til að peningurinn endist lengur þarf að hagræða útgjöldum betur. Erum við að kaupa lúxus sem má sleppa,eða getum við keypt ódýrari vörur?

Margir nota fimm umslög. Þá bætist við eitt umslag í viðbót og verður það notað sem varasjóður ef eitthvað óvænt kemur uppá. Ef fimmta umslagið verður ekki notað er best að leggja peninginn inn í neyðarsjóð eða líka má bæta houm við eyðslupening fyrir næsta mánuð.

Eitt af því sem við getum sparað með því að nota umslagakerfið eru færslugjöld á debitkortum. Með því að taka út þá upphæð sem við ætlum að nota á einni viku og staðgreiða öll okkar kaup þá fylgjumst við betur með peningunum okkar og við förum ekki yfir þá vikulegu upphæð sem við höfum skammtað okkur því við höfum ekki meiri pening í veskinu. Til gamans má nefna að færslugjöld fyrir eina færslu á dag í eitt ár eru rúmar 6.000 krónur. Dæmi eru um að fjölskyldur hafi sparað yfir 30.000 krónur á ári bara í færslugjöld.

Vasapeningar

Vasapeningar er skemmtileg viðbót við umslagakerfið en þá skömmtum við okkur vasapeninga til að kaupa okkur allar langanir og litlu verðlaunin. Þá aðgreinum við allan lúxusinn frá eðlilegum daglegum útgjöldum eins og mat, samgöngum og lyf og heilsu. Þegar við notum vasapeninga þá eru minni líkur á að við kaupum okkur sælgæti, gos og skyndibita, eða ýmis verðlaun eins og föt, skó, og verkfæri. Við förum að skipuleggja hvar og hvernig við látum peninga hjálpa okkur að uppfylla langanir. Við förum að skipleggja hvenær við förum í bíó og hvenær við kaupum okkur tískuföt og skó.

Umslagakerfið og vasapeningar gefa okkur allt aðra tilfinningu fyrir útgjöldum okkar en ef við notum eingöngu debet- og kreditkort til innkaupa.

Haukur Hilmarson heldur úti síðunni skuldlaus.is þar sem hann býður fólki upp á fjármálaráðgjöf. Smelltu HÉR til að skoða síðuna!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!