KVENNABLAÐIÐ

Börn sem voru alin upp af dýrum: Myndaþáttur

Myndir sem eru fallegar og ógnvekjandi í senn: Nýjasta verkefni ljósmyndarans Juliu Fullerton-Batten er draumkennt – ævintýralegt. En þó ótrúlegt megi virðast eiga þessar myndir sér stoð í raunveruleikanum: „Verkefnið fjallar um börn sem –ótrúlegt en satt- höfðu verið svo vanrækt og beitt ofbeldi að þau fundu skjól hjá dýrum frekar en mönnum,“ segir hún í viðtali við BBC Culture.

Auglýsing

jul wolfes

 

Oxana fannst í Úkraíu árið 1991

Þar, samkvæmt Fullerton-Batten, var hún búin að alast upp með hundum í sex ár en þá var hún átta ára gömul. Foreldrar hennar voru alkóhólistar og eitt kvöldið skildu þau hana eftir úti. Leitandi að hlýju fór Oxana, þá þriggja ára, í nálægt hundaskýli og og lagðist til svefns með hundum af ýmsum tegundum og þannig bjargaði hún að öllum líkindum lífi sínu. Þegar hún fannst hljóp hún um á fjórum fótum, andaði með munninum með tunguna út, lét skína í tennurnar og gelti. Vegna skorts á mannlegum samskiptum kunni hún einungis orðin „já“ og „nei“. Oxana býr nú í sérhæfðu umhverfi í Odessa þar sem hún hugsar um dýr athvarfsins.

 

jul shamdeo

 

Shamdeo fannst í Indlandi árið 1972

„Þetta er ekki eins og Tarzan,“ segir Julia. „Börn þurfu að berjast við dýrin til að fá matinn sinnn og þurftu að læra að lifa af. Þegar ég les sögurnar þeirra fékk ég áfall. Þessi sviðsetta mynd sýnir tilfelli fimmtán barna sem höfðu orðið meðlimir í Feral Children Protect, en þau höfðu orðið aðskilin fólki ung að aldri. Þessi mynd sýnir Shamedo, dreng sem fannst í frumskógum Indlands þá u.þ.bþ fjögurra ára gamall: „Hann lék sér með ungum úlfum. Hörund hans var mjög dökkt, neglurnar langar, tennurnar beittar. Hár hans var matt og hann var með sigg á höndum, olnbogum og hnjám. Hann elskaði að veiða hænur, át mold og elskaði blóð. Hann átti virkilega innilegt samband við hunda.“ Shamdeo lærði aldrei að tala en átti auðveldara með að tjá sig með táknmáli. Hann lést árið 1985.

Auglýsing

jul madena

 

Marina Chapman, Kólumbía árið 1959

„The Girl with No Name“ var bók sem gefin var út af kólumbískri konu árið 1959. Marinu var rænt árið 1954 þegar hún var fimm ára. Hún bjó í afskekktu þorpi og ræningjarnir skildu hana eftir í frumskóginum. Hún bjó með capuchin öpum, fjölskyldu, þar til veiðimenn uppgötvuðu tilveru hjennar. Hún át ber, rætur og banana sem hinir aparnir höfðu skilið eftir; Svaf í holum trjám og gekk á fjórum fótum. Hún lærði að bjarga sér og hún hafði mjög góða dómgreind – hún hermdi eftir hegðun apanna og varð vön henni. Hún var bara eins og api og tíndi lýs úr hári sínu. Chapman býr nú í Yorkshire með manni og tveimur börnum en þar sem saga hennar var vægast sat óvenjuleg átti fólk erfitt með að trúa henni. Hún fór í fjölmargar röntgenmyndatökur til að sanna að hún væri í raun vannærð og þannig sannfærðust aðrir um að þetta hafi í raun og veru gerst. „Hún var afskaplega glöð að ég skyldi muna eftir henni og var sátt við mína vinnu,“ sagði Fullerton-Batten.

 

apar

 

John Ssebunya fannst í Úganda árið 1991

„John strauk að heiman árið 1988 þegar hann var þriggja ára. Hann hafði séð föður sinn myrða móður sína…hann flúði í frumskóginn þar sem hann bjó með öpum. Hann var fangaður árið 1991 þegar hann var sex ára,“ segir Fullerton-Batten. „Þá var hann settur á munaðarleysingjahæli…og gekk eins og api með sigg á hnjánum.“ John lærði að lokum að tala.

 

jul stelpa ulfar 4

 

Madina sem fannst í Rússlandi árið 2013

„Þetta eru ekki „Jungle-book“ sögur, heldur sögur barna sem þurfu að alast upp án foreldra vegna vanrækslu og ofbeldis,“ segir Mary-Ann Ochota á vefsíðu sinni. „Um er að ræða börn sem féllu „á milli“ í kerfinu vegna fíknisjúkdóma, heimilisofbeldis eða fátæktar.“ Samkvæmt Fullerton-Batten bjó Madina með hundum frá því hún fæddist til þriggja ára aldurs. „Hún deildi með þeim fæðinu, lék við þá og svaf við hlið þeirra þegar vetrarnæturnar urðu kaldar. Þegar fólk frá Félagsþjónustunni fann hana árið 2013 var hún nakin, gekk um á fjórum fótum og hljómaði eins og hundur. Faðir Madinu fór frá móður og barni rétt eftir fæðingu Madinu. Mamma hennar, 23 ára, fór að drekka ótæpilega. Hann var oftast of drukkin til að hugsa um barnið….hún sat oft til borðs til að borða meðan dóttir hennar nagaði bein með hundunum á gólfinu. Þrátt fyrir hryllilegt uppeldi amar ekkert að Madinu, hvorki líkamlega né andlega. Hún hefur nú fengið fósturheimili.

 

jul hænur

 

Sujit Kumar fannst á Fiji, 1978

“Sujit var átta ára gamall þegar hann fannst. Hann bjó með hænum og hljóðin sem hann gaf frá sér og hegðunin var eins og hæna,“ segir Fullerton-Batten. „Hann kropppaði í matinn sinn, hringaði sig um á stólum og gerði ýmis furðuleg hljóð með tungunni.“

Móðir Sujit framdi sjálfsvíg og faðir hans var myrtur. Afi hans tók hann að sér en lét hann búa í hænsnahúsinu. „Það var hræðilegt að finna hann,“ segir starfsmaður félagsþjónustunnar. „Þau kunnu ekki að hegða sér eins og manneskjur, bara eins og dýr. Hendurnar kunnu ekki einu sinni að halda á skeið, hendurnar voru eins og klra. Allt í einu þurfti hann að sitja venjulega og tala.“ Sujit er nú á fósturheimili sem bjargaði honum og er rekið af Elizabeth Clayton. Hún hefur nú búið til hjálparsamtök fyrir börn í neyð.

 

jul sidasta

 

 

Ivan Mishukov fannst í Rússlandi árið 1998

Þrátt fyrir hörmulegar aðstæður segja myndir Fullerton-Batten sögur af sigri – þessi börn komust lífs af! „Öll börn þurfa tengingu við mennskuna,“ segir hún. „En þessi börn hafa hinsvegar þurft að lifa af, í þeim aðstæðum sem þau voru. Ef það þýddi að þau voru með villidýrum var það samt eflaust betra heldur en að vera einangruð.“

Ivan hljópst að heiman þegar hann var fjögurra ára gamall. Hann át leifar af mat hjá villtum hundum og varð að lokum foringi hundanna. Hann bjó á götunni í tvö ár en svo varð hann fluttur á munaðarleysingjaheimili.  Átti hann í einstöku sambandi við þessa hunda – miklu betra en hann hafði átt við manneskjur. Hann betlaði mat og deildi honum með hundunum. Hann svaf við hlið þeirra þegar næturnar kólnuðu. „Það er ótrúlegt að hann hafi tekð þessa ákvörðun aðeins fjögurra ára gamall.  Aðstæður hans hafa greinilega verið hrikalegar þar sem hann kaus hundana framyfir fjöldskylduna. Ég vil einungis vekja athygli á slæmri aðstöðu barna í heiminum,“ segir Julia að lokum.

Myndirnar eru allar birtar með góðfúslegu leyfi Juliu Fullerton-Batten

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!