KVENNABLAÐIÐ

Þóttist vera lögregluþjónn í 12 ár

Kínverskur maður var nýlega handtekinn og ákærður fyrir svikastarfsemi, en hann hafði þóst vera lögreglumaður. Hann er nú ekki fyrsta manneskjan til að gera slíkt, en það sem gerir málið sérstakt að honum tókst að sannfæra alla í kringum sig að hann væri lögregluþjónn…í 12 ár!

Wang Fend (41) hafði alltaf dreymt um að verða lögregluþjónn en fór aldrei í skóla til að verða slíkur. Það hindraði hann hinsvegar ekki í að þykjast vera lögga, í meira en áratug. Þetta hófst allt árið 2006 þegar bróðir Wangs varð flæktur í skuldamál og þurfti lögfræðing. Til að vera viss um að hann fengi réttláta málsmeðferð fyrir rétti fór Wang með honum í dómssal og klæddi sig upp sem lögreglumaður. Þetta átti sér stað í bænum Baibo, í Zhejiang héraði. Þetta virkaði vel og Wang langaði að prófa þetta áfram.

l0ggi3

Hann fór að segja fjölskyldu og vinum að hann væri lögregluþjónn og keypti búning, handjárn og fölsk skilríki.

Auglýsing

Árið 2011 hitti Wang Xiao Lu, konuna sem átti eftir að verða eiginkona hans. Vinur kynnti hann sem rannsóknarlögreglumann og hún varð heilluð af sögum hans um glæpamenn og lögreglurannsóknir. Hún var sannfærð um að hann væri alvöru lögreglumaður. Fjölskylda hennar var þó ekki jafn sannfærð og hóf sína eigin rannsókn, spurðu m.a. Wang um hvar hann hefði lært og engin gögn fundust. Falski lögregluþjónninn sagðist hafa notað önnur skilríki þegar hann var að læra í kínverska lögregluskólanum og þessvegna kæmi hann ekki fram á skýrslum. Hún trúði honum og játaðist.

Þegar enginn af fjölskyldumeðlimum Wangs kom í brúðkaupið var hann krafður skýringa. Sagði ahnn að foreldrar hans heðfu látiðst fyrir löngu síðan og hann væri ekki í sambandi við aðra fjölskyldumeðlimi. Allir vinnufélagarnir væru að mæta í annað brúðkaup annarsstaðar í héraðinu.

Auglýsing

Eftir brúðkaupið sagði Wang Feng að hann væri að vinna að leynilegu verkefni og bað hana um að tala ekki um vinnuna við fjölskylduna eða vini. hin hlýðna kona hlýddi því og fannst það ekkert skrýtið af því að Wang fór alltaf í löggubúningnum í vinnunna, talaði stöðugt um málin og fór stundum að heiman í marga daga í einu. Xiau hafði heyrt að slíkt væri eðlilegt.

Það sem Xiau vissi ekki var að Wang hafði verið að ljúga um starf sitt í áraraðir og hafði mikla reynslu. Hann hafði lesið mikið af bókum og var vel inní lögreglustarfinu á samfélagsmiðlunum. Hann hafði einnig niðurhalað fullt af upplýsingum sem hann gerði að sínum eigin.

löggi2

´Í 12 ár tókst honum þetta og hafði m.a. fengið frænda konu sinnar lausan vegna ásakana um þjófnað, en sakirnar voru felldar niður því Wang var þar í eigin persónu og í búningnum.

Á meðan allir héldu að hann væri á fullu í lögreglunni var hann í raun á hótelum eða að halda úti fyrirtæki sem sá um prentanir. Hann fékk lánað fé til að halda þessu úti. Notaði hann til þess fölsk skilríki og hélt hann myndi fá féið til baka en það gerðist aldrei. Þegar hann var handtekinn af raunverulegri lögreglu á þessu ári var hann í mikilli skuld.

Lögreglan kom upp um hann með fölsku skilríkin og búningana. Ástæðuna sagði hann vera þá að hann hafði alltaf langað að verða lögga. Hann naut virðingarinnar sem hann fékk og hélt bara áfram að ljúga þar til annað varð ómögulegt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!