Blind spákona sem spáði fyrir árásinni á tvíburaturnana árið 2011, Brexit og uppgöngu ISIS spáði miklum hörmungum fyrir heiminn árið 2019. Baba Vanga sem hefur verið lýst sem „Nostradamusi Balkansskagans“ hefur oft spáð hlutum sem hafa gengið eftir.
Baba lést árið 1996, þá 85 ára að aldri. Hún spáði samt fram í tímann og segir að árið 2019 verði „þungbúið og ömurlegt.“
Vladimir Putin mun lenda á skjön við öryggisgæslu sína og risa-flóðbylgja mun lenda á Asíu, svipuð og árið 2004.
Hún segir einnig að loftsteinn muni lenda í Rússlandi og Donald Trump muni veikjast og fá dularfullan sjúkdóm sem geri hann bæði heyrnarlausan og heilaskaddaðan.
Bölsýnismenn hafa sagt þessa spá hennar „rusl.“ Flestir segja að þetta sé allt of myrk spá sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.
„Gat hún ekki sagt að eitthvað gott myndi henda veröldina?“
„Svo, þetta verður ár ömurleikans?“
„Já, einmitt, enginn getur spáð fyrir um framtíðina!“
„Hefur hún engar góðar fréttir, þessi kona?“
Vangelia Gushterova lést árið 1996, 85 ára að aldri en hafði orðið býsna sannspá áður en hún lést. Lenti hún í afar furðulegu slysi sem blindaði hana þegar hún var 12 ára. Sagði hún margt og mikið á 50 ára ferli sínum en margt var ekki skrifað á blað.
Hún varð heimsfræg eftir að hafa spáð fyrir um að Kursk myndi sökkva árið 2000. Milljónir fylgjenda segja að hún hafi yfirnáttúrulega hæfileika og hafi getað talað við geimverur.