Stjarnan Olivia Newton-John berst nú við illvígt krabbamein sem hefur breiðst út og er ólæknandi. Hún vill þó halda áfram að berjast, þó ekki sé nema til að sjá dóttur sína Chloe Lattanzi ganga í það heilaga á nýju ári.
„Líkami Oliviu er að gefast upp en hún ætlar ekki að gefast upp áður en hún sér Chloe gifta sig,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.
Olivia, sem er sjötug, var greind með krabbamein á fjórða stigi árið 2017. Hún heldur áfram að koma læknum á óvart með ótrúlegum baráttuvilja, þrátt fyrir að hafa þennan dauðadóm á bakinu.
Eyðir hún síðustu dögunum í Santa Barbara í Kaliforníu, á búgarði hennar og eiginmannsins, John Easterling og eru þau að undirbúa brúðkaup Chloe en hún mun ganga að eiga kærastann James Driskill. Chloe hefur stundað bardagalistir síðan 2009 og tilkynntu þau trúlofun sína árið 2010.
„Mamma getur ekki beðið eftir að við giftumst“ segir Chloe en faðir hennar var fyrsti eiginmaður Oliviu, leikarinn Matt Lattanzi. „Þegar hún sér okkur James saman verður hún mjög hamingjusöm. Hún er svo glöð að ég hafi fundið sálufélaga minn.“
Olivia hefur neitað að deyja á spítala: „Ég fer mínar eigin leiðir og þetta verður hér á heimilinu, í mínu rúmi. En ekki áður en Chloe játast James.“
Árið 1992 fann Olivia hnút í brjóstinu. Hún fór í brjóstnám og uppbyggingaraðgerðir eftir það. Krabbinn hélt þó áfram að breiðast út í öxlina árið 2013 og svo í bakbein hennar. Hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum vegna þess.
Olivia reyndi heimaræktað maríjúnana og treysti á kannabisolíu til að lina verkina. Reyndi hún einnig „kettlingameðferð“ – þ.e. að horfa á kettlinga leika sér til að auka vellíðan í stað þess að fara í geislameðferð.
En staðreyndin er hinsvegar sú að krabbinn hefur breiðst út og eins og áður sagði eru læknarnir steinhissa að hún sé enn á lífi.