KVENNABLAÐIÐ

Giftu sig í Las Vegas nokkrum klukkutímum eftir að þau hittust á flugvelli

Hin nýgiftu Sarah og Paul Edwards vita ekki enn hvernig fjölskyldan á eftir að bregðast við fréttum af brúðkaupi þeirra, þar sem þau hafa ekki enn sagt þeim frá því. Paul er tveggja barna faðir og Sarah býr enn með sínum fyrrverandi en þau hættu saman fyrr á árinu.

gift22

Þau höfðu aldrei hist en þau gengu í það heilaga í Las Vegas á jóladag aðeins nokkrum klukkutímum eftir að þau hittust á flugvelli í Bretlandi í brúðarfötunum.

Sarah (34) fann Paul (36) á stefnumótaappi og bara nokkrum dögum seinna fékk hún þá „klikkuðu” hugmynd að þau ættu að gifta sig, skyndihjónaband.

Auglýsing

Sarah sem býr enn með sínum fyrrverandi, segir að hún og Paul séu eins og bestu vinir strax og hafa þau rætt barneignir þrátt fyrir að hafa aðeins þekkst í minna en tvær vikur.

Þau vita ekki enn hvernig fjölskyldur þeirra eiga eftir að bregðast við þar sem hvorugt hefur sagt frá brúðkaupinu.

Margir vina Söruh hafa hætt að tala við hana eftir að hún giftist Paul en henni er sama þar sem hún er viss um að hlutirnir gangi upp.

Paul og Sarah hófu samskipti á appinu þann 15. desember og áttu svo í rafrænum samskiptum þar til þau hittust þann 22. desember. Þann 23. desember höfðu þau svo ákveðið að skiptast á heitum – þrátt fyrir að hafa aldrei hist í eigin persónu. Þau staðfestu það svo með því að bóka sal á Bellagio hótelinu.

gift3

Þegar þau hittust í fyrsta sinn var það á Gatwick flugvellinum á aðfangadag. Þau fóru um borð í vélina í fullum brúðkaupsskrúða og héldu til Las Vegas.

Auglýsing

Sarah sem er frá Nýja-Sjálandi upphaflega er hjúkrunarfræðingur. Hún býr nú í Kent, Bretlandi. Hún segir: „Við bara náðum saman á örskotsstundu, það var óneitanleg tenging. Mér finnst eins og Paul sé besti vinur minn nú þegar. Við erum ekki að horfa á allt með rósrauðum gleraugum, við vitum að þetta verður áskorun en við erum til í að vinna með hvort öðru. Ég er yfirleitt svo rökrétt manneskja, en nú hefur öllum reglum verið fleygt út! Við höfum bæði reynt að gera hlutina á þennan hefðbundna máta áður en það virkaði ekki fyrir hvorugt okkar.”

gift9

Þau kynntust á Bumble stefnumótaappinu og þegar Sarah sá Paul hugsaði hún: „Hann lítur vel út og ég elskaði hvað hann hafði skrifað um að vera opinn og heiðarlegur. Mér fannst líka fyndið að hann héti Paul því ég deildi húsi með tveimur sem hétu Paul líka og hugsaði: „Ætti ég ekki að bæta hinum þriðja Paul í líf mitt?”

Hann svaraði skilaboðunum þannig: „Ég á ekki Söruh í lífi mínu þannig ég væri til í að eiga þá fyrstu.”

Þau muna síðan ekki hver sagði það fyrst í símann en annað sagði: „Við náum svo vel saman – kannski við ættum að gifta okkur.”

„Já, kannski” sagði hitt og svo bara gerðist þetta.

„Það var alveg „móment” þar sem við hugsuðum: „Við gætum alveg gert þetta. Hversu æðislegt væri það ef við giftum okkur á fyrsta stefnumóti?”

gift4

 

 

Sarah sagði að Paul hafi verið „flöktandi” og „varð stressaður” varðandi áætlunina og spurði: „Erum við í alvöru að fara að gera þetta?”

En þau töluðu saman og ákváðu að halda sig við áætlunina.

Sarah segir: „Ég veit þetta er alveg klikkað, fáir vina minna styðja mig og margir hafa hætt að tala við mig. Ég hef ekki sagt fjölskyldunni minni frá þessu. Þau búa hinum megin á hnettinum þannig við tölum ekki oft saman.”

Paul er frá Vestur-Sussex og á tvær dætur sem eru 13 og 15 ára frá fyrra sambandi og á eftir að segja þeim frá nýju konunni í lífi sínu.

Sarah hefur áður verið gift, en það entist í hálft ár.

Hún segir þau ná svo vel saman því þau eru svo lík: „Persónuleiki hans er líkur mínum. Við erum bæði hress, opin, heiðarleg og við gerum allt fyrir alla. Hann er ástríðufullur, kjánalegur, trúr, glaðlegur, klár og auðvitað óútreiknanlegur. Við eigum svo margt sameiginlegt og ég hef aldrei hitt neinn sem er svona líkur mér.”

gift2

 

Sarah segir: „Hjónabandið mun ganga upp því við erum algerlega heiðarleg við hvort annað og opin varðandi allt í okkar lífum. Ég hef trú á þessu. Ef vandi steðjar að tölum við um hann.”

Þau hittust á aðfangadag á Gatwick flugvelli og kom Paul Söruh á óvart með blómum og fór á hnéin: „Ég var í smá sjokki. Hann keypti fullkominn hring með sex demöntum. Hann er ekki ríkur maður en hann veit hvernig á að gleðja konu. Hann gaf mér líka úr, hvernig hann vissi að mig vantaði það veit ég ekki. Flugið var svo 11 tímar. Það var erfitt og ég var að fríka út. Ég vildi ekki hafa bakþanka en ég var hrædd.”

Þau gengu svo í það heilaga á Bellagio. Sarah segir: „Kjóllinn minn var ótrúlegur. Hann var risastór. Ég labbaði upp og niður „Strip-ið” í honum. Athöfnin var æðisleg, presturinn var Roland August og hann hefur verið í myndbandi hjá Katy Perry. Við höfðum ekki skrifað nein heit en hann skrifaði þau fyrir okkur þrátt fyrir að hafa aldrei hitt okkur.”

Parið var handvisst um að brúðkaupsnóttin yrði æðisleg. Paul segir: „Ef þú hefðir spurt mig fyrir níu dögum síðan hvort ég myndi hitta einhverja og stinga svo af til Vegas og giftast án þess að hafa hist myndi ég hafa sagt að þú værir klikkaður. Ég veit ekki hvað gerðist. Við náðum saman á Bumble án þess að vera nálægt hvort öðru, ég skil ekki hvernig þetta gerðist. Við töluðum fyrst saman í síma í þrjá tíma.”

Sarah og Paul ætla að flytja inn saman þegar þau koma aftur til Bretlands. Sarah býr þó enn með sínum fyrrverandi og bíður eftir að húsið seljist, en þau hættu saman í febrúar.

Auglýsing

 

„Hvað sem gerist, mun það ganga upp, jafnvel þó við þurfum að leigja einhversstaðar. Ég var ekki viss um að hitta einhvern sem ætti börn en þetta mun allt ganga upp.”

gift6

Parið stefnir á að giftast á hverju ári á mismunandi stöðum í heiminum: „Við höldum annað brúðkaup á næsta ári, kannski í Englandi, Ibiza eða Nýja Sjálandi.”

Sarah segist vera ófrjó þannig ef þau vilja börn þarf það að vera í gegnum tæknifrjóvgun. Þau vonast þó til (enn sem komið er) að geta stofnað fjölskyldu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!