KVENNABLAÐIÐ

Óhugnanleg skilaboð frá Kevin Spacey þessi jól sýna hversu lítið hann hefur lært

Í byrjun myndbands sem Kevin Spacey sendi frá sér á jóladag sést leikarinn (sem ekki hefur sést í heilt ár) vera með svuntu eins og Sveinki eða „Father Christmas“ hefur oft með, og hann þvær sér um hendurnar við hliðina á vel steiktum fugli.

Auglýsing

Kevin breytir sér að hluta til í Frank Underwood sem hann lék í House of Cards og leitast við að sækja í neikvæða athygli og gantast með þær kynferðislegu áreitnis-ásakanir á hendur honum.

Þykir þetta sýna hvað Spacey hefur lært lítið af þessum ásökunum og alvarleika þess – margir hafa stigið fram, m.a. leikarinn Anthony Rapp sem sagði að Kevin hefði ráðist á sig kynferðislega þegar hann var einungis 14 ára gamall.

Auglýsing

„Let Me Be Frank,” heitir myndbandið og vísar að sjálfsögðu í H.O.C. Einnig mætti skilja þetta sem hann væri að vísa í Frank Sinatra og þetta sé myndbandið af hans leið (e. My Way).

Í myndbandinu sýnir Kevin hvernig hann er sjálfur orðinn fórnarlamb (kannski smá sigmundískt) eins og margir ákærðir og ásakaðir gera, sérstaklega þeir sem umkringdir eru einhverju klappliði.

„Þið viljið fá mig aftur“ segir Underwood/Spacey og horfir beint í myndavélina, einkennilega djarfur og óhugnanlegur. „Saknaðirðu mín?“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!